Boðar endurfæðingu og nýjan óhefðbundinn tón Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 08:31 Eitt helsta einkennismerki Sigurðar Sævars í gegnum árin hafa verið dýramálverk hans en í septembermánuði hættir hann þeim fyrir fullt og allt. Í kjölfarið boðar hann endurfæðingu sína sem listamanns. Vísir Vilhelm Sigurður Sævar Magnússon er 26 ára en hefur starfað sem myndlistarmaður í sextán ár. Hann útskrifaðist í júní frá Konunglegu listaakademíunni í Haag og var hluti af úrvalssýningu útskriftarnema frá hollenskum listaháskólum. Sigurður boðar endalok á sinni vinsælustu seríu og nýjan óvenjulegan tón. Sigurður Sævar vakti ungur að árum athygli vegna yfirlýsinga sinna og drauma um að verða listamaður. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarin ár, stritað við strigana og haldið fjölda málverkasýninga. Hann hefur komið sér upp dyggum kúnnahópi og má víða sjá verk hans á veggjum góðborgara. Þökk sé góðu gengi í myndlistinni gat Sigurður keypt sér gamla húsnæði Argentínu steikhúss sem hann leigir núna út en ætlar í framtíðinni að nýta sem sýningarrými og vinnustofur. Vísir ræddi við Sigurð um myndlistina, yfirvofandi endurfæðingu og hundrað kílóa minnisvarða úr marmara. Tók ákvörðun tíu ára og ekki litið um öxl síðan Sigurður heillaðist snemma af myndlist og var tíu ára þegar hann ákvað að gera listina að atvinnu sinni. Þá var ekki aftur snúið. Þú byrjar svo snemma að mála, hvenær verður þetta að atvinnu? „Þetta var fyrst til skemmtunar og svo var það þegar ég er tíu ár sem ég hugsa „Þetta er málið. Þetta ætla ég að gera til framtíðar“ og tók ákvörðun,“ segir Sigurður. „Þó maður hafi ætlað þetta sem starfstitil voru engar tekjur að koma,“ bætir hann við og hlær. Sigurður Sævar er með vinnustofu í íbúð sinni á Háaleitisbraut. Þar er hann með safn eigin verka og fjölda verka eftir aðra listamenn.Vísir/Vilhelm Þetta verður þá fljótlega að atvinnu? „Þegar ég var orðinn unglingur var fjölskyldan að hvetja mig til að vinna en ég vildi helst tileinka mér það að vinna í listunum. Þrátt fyrir að ákvað ég nú samt að fara í bæjarvinnuna að reita arfa í tvö sumur með góðum vinum mínum. En í raun og veru er þetta það sem ég hef gert síðustu árin,“ segir Sigurður um málaralistina. Þú hefur verið afkastamikill við að mála en líka að halda sýningar. „Ég var þrettán ára gamall þegar ég hélt fyrstu sýninguna og þá seldi ég verk. Ári síðar, á menningarnótt árið 2012, hélt ég sýningu og þá tók Morgunblaðið viðtal við mig. Þá fór þetta að verða aðeins meira alvöru,“ segir Sigurður. Á þessum tíma æfði Sigurður sund með KR og hafði verið heilan vetur að selja klósettpappír og lakkrís til að safna fyrir æfingaferð til útlanda. Þegar hann uppgötvaði að ferðin var á sama tíma og menningarnótt ákvað hann að sleppa henni og halda frekar sýningu líkt og árið áður. „Ég sæki um hjá menningarnótt og vantaði bara sal. Sem betur fer fæ ég boð um að halda sýningu á Grandagarði 2 og þar var ég í aðalsalnum ásamt myndlistarmönnunum Sigurði Þóri og Sigurði Örlygssyni.“ Grein um sýningu Sigurðanna þriggja sem birtist í Vesturbæjarblaðinu.Vesturbæjarblaðið Viðhaldið dyggum aðdáendahópi með heimboðum „Þú segir að ég hafi verið duglegur að halda sýningar, já. En síðustu ár hefur það ekki alveg verið þannig. Síðasta stórsýning sem ég hélt var árið 2017 í Hörpu,“ segir Sigurður. „Árið 2019 kemst ég inn í Konunglegu listaakademíuna í Den Haag og síðustu ár hef ég ekki verið að halda sýningar. Það sem ég hef gert á móti er á hverju sumri hef ég boðið fólki sem á orginal verk og öðrum góðum vinum til sumarveislu,“ segir hann. Þú ert með dyggan fylgjendahóp ekki satt? „Það sem ég hef gert, ólíkt mörgum öðrum listamönnum, er að ég býð fólki að koma hingað á vinnustofuna að sjá verk eftir mig og verk sem ég safna eftir kollega mína. Ég býð fólki hingað í kaffi eða kampavín eða hvað sem það er. Þá nær maður að mynda tengsl við þá sem versla af manni verk,“ segir hann. Sigurður Sævar býður áhugasömum reglulega heim til sín að skoða verk sín og annarra listamanna.Vísir/Vilhelm „Sem myndlistarmaður er maður stöðugt í einsemdinnni, einn fyrir framan trönurnar. Fyrir mig að geta verið með móttökur, boðið fólki og átt bein samskipti við þá sem vilja mögulega skoða hjá mér verk, gefur mér ótrúlega mikið. Margir af mínum góðu vinum er fólk sem ég hef kynnst í gegnum listaverkin.“ „Í dag eru sumir af þeim sem keyptu einu sinni listaverk að bjóða mér reglulega í mat og það bygggist upp eitthvað vináttusamband sem maður myndi ekki fá ef maður væri bara að selja í gegnum gallerý,“ segir hann. Þú ert mikill tengslamyndari og sölumaður. Hversu stór hluti af listamannsstarfinu er sölumennska? „Ég held að það sé óumflýjanlegt ef maður ætlar sér að ná einhverjum árangri í listunum að vera meðvitaður um það að þetta er hluti af starfinu. Sumir tala eins og það séu einhverjar andstæður. Mér finnst það ekki,“ segir Sigurður. Það er ýmislegt á döfinni hjá Sigurði, stórt partý í október til að fagna útskrift, nýr tónn í listsköpuninni og áframhaldandi útrás.Vísir/Vilhelm „Sérstaklega ef maður er að kynnast listaverkasöfnurum sem eru að vanda vel hvað þeir eru að kaupa og bera virðingu fyrir verkunum sínum. Það er ekkert sem gleður mig meira en þegar maður heimsækir fólk og sér verkin sín á góðum stöðum.“ „Verk mín eru tímafrek í vinnslu svo það er takmarkað framboð af olíuverkum og frá 2019 hef ég meira og minna bara verið að vinna biðlistaverk. Í síðustu viku kláraði ég verk fyrir viðskiptavin sem hefur verið að bíða frá nóvember 2020. Biðlistinn er almennt ekki svo langur heldur var hann bara svo afskaplega afslappaður með þetta þannig hann fékk aðeins að bíða,“ segir Sigurður og hlær. „Þetta er hluti af því að geta búið sér til svigrúm til þess að geta fylgt sínum draumum í listinni. Ég gæti verið með hálfan hugann við að vinna einhvers staðar annars staðar. Með þessu, að vera meðvitaður um það að þetta þarf að komast á góða staði, get ég fókusað einungis á listina.“ Sigurður Sævar hefur komið sér upp myndarlegu safni af verkum eftir aðra listamenn.Vísir/Vilhelm Keypti gamla Argentínuhúsið Sigurður hefur verið óhræddur við að vera metnaðarfullur á ferli sínum. Tvítugur hélt hann yfirlitssýningu í Hörpu til að fagna tíu árum frá því hann ákvað að gerast myndlistarmaður. Í fyrra tók hann eina stærstu ákvörðun ferilis síns. „Í fyrra keypti ég húsnæði á Barónsstíg 11, þar sem Argentína Steikhús var, með það í huga að í framtíðinni að byggja upp aðstöðu fyrir sjálfan mig og aðra listamenn. Ég er búinn að setja það á leigu núna en var þar síðasta sumar með vinnustofu og sýningarrými,“ segir Sigurður. Hvernig kaupir maður svona hús, er þetta myndlistarpeningur? „Ég hef reynt að vera ákaflega skynsamur og þetta hefði aldrei verið hægt nema vegna þessa fólks sem hefur trú á minni vegferð og veitt mér þann meðbyr.“ „Þannig svarið er mögulega já,“ segir hann. Argentína steikhús var rekið í sirka þrjátíu ár á Barónsstíg. Sigurðu keypti það í fyrra og er með stór plön fyrir framtíðna.Aðsent Þegar Sigurður keypti Argentínuhúsið tók hann saman allan lagerinn sinn og komst að því að hann samanstóð einungis af tveimur olíuverkum, þremur vatnslitamyndum og nokkrum prentverkum. Það þýddi ekki svo undanfarin ár hefur hann því reynt að vinna bæði verk á biðlistum og fyrir sjálfan sig. „Á tímabili þegar ég bauð fólki hingað á vinnustofuna var ég svo upptekinn að tala um listaverkasafnið mitt vegna þess að ég hafði ekkert að sýna eftir sjálfan mig. Fólk þurfti að stoppa mig af og segja „Siggi, við vildum fá að kynnast þér og þínum verkum, ekki þessu safni“ og þá hef ég aðeins reynt að sinna því líka, að hafa eitthvað úrval.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal Dóru Júlíu við Sigurð Sævar í þáttunum Kúnst rétt eftir að hann keypti Argentínuhúsið í fyrra. Mikilvægt að fara á meginlandið Sigurður komst inn í Konunglegu listaakademíuna í Den Haag árið 2019. Það var viðbrigði fyrir Sigurð að fara úr litlu tjörninni sem Ísland er yfir í að vera listnemi á hinu stóra meginlandi. Hann segir það hafa verið mikilvægt skref. Hvernig hefur Sigurður Sævar þróast í gegnum öll þessi ár? „Þetta verða sextán ár núna í september,“ segir Sigurður um myndlistarferil sinn. „Að fara út í nám 2019 held ég að hafi verið rosalega farsælt skref fyrir mig. Að geta verið á meginlandinu og fá að lifa og hrærast í kringum allt þetta skapandi fólk,“ segir hann. „Þróunin hefur fyrst og fremst verið sú að ég er orðinn meira meðvitaður um hvert einasta stig í sköpun verksins. Maður er meira meðvitaður um hvað maður er að gera í listinni. En sömuleiðis er erfitt að skjóta á það hvert þemað er.“ Sigurður í vinnustofunni. Á hægri hönd má sjá seríu með íslenskum glímuköppum og þar fyrir neðan má sjá sjálfsmynd af berum listamanninum með vini sínum, Bjarna Bóbó.Vísir/Vilhelm Sigurður var ekki fyrr búinn að kveðja Holland þegar honum bauðst skemmtilegt boð. „Eftir útskriftina flyt ég flest verkin mín frá Hollandi til Íslands. Þegar ég kem til Íslands fæ ég hringingu fra Hollandi og þá er það gallerý sem heitir Ron Mandos og er eitt af stóru virtu gallerýunum í Amsterdam,“ segir Sigurður. Berrassaður listamaðurinn dregur tjaldið frá. Þetta var meðal verkanna sem voru til sýnis á samsýningunni Best of Graduates.Vísir/Vilhelm Þar var honum boðið að verða hluti af sýningunni „Best of Graduates“ á vegum Ron Mandos. Gallerýið skoðar þá útskriftarverk útskriftarnema úr öllum listaháskólum Hollands og velur 25 manna úrvalshóp. „Þegar ég fæ þessa símhringingu þá voru verk mín staðsett á miðju Atlansthafi á leið til landsins og ég átti að mæta til Amsterdam að setja upp sýninguna. En ég þáði boðið og vonaði að verkin myndu skila sér í tæka tíð. Sem betur fer skiluðu verkin sér heim á föstudegi og á mánudegi flýg ég út með fjögur stór verk. Hvernig ferjaðirðu þau? „Ég tók þau með mér í flugvélina og sem betur fer lukkaðist það. Svo strekkti ég þau upp aftur á hótelherberginu, kófsveittur eitt kvöldið og svo labbaði ég með þær í gallerýið,“ segir hann og glottir. Gamli Sigurður geymdur í hundrað kílóa marmara Sigurður hefur í gegnum árin verið hvað þekktastur fyrir fígúratív verk sín þar sem hann blandar saman dýrum og mönnum. Þær myndir hefur hann málað frá upphafi ferilsins en nú er hins vegar kominn tími til að kveðja þær. „Ein sería sem hefur fylgt mér síðan ég var barn eru þessar dýramyndir. Ég gaf það út núna í vor að ég er að fara að hætta með þær. Ég mun hætta þeim um miðjan september,“ segir Sigurður. Franski bolabíturinn Bó fyrir utan fjármálaráðuneytið. Einn af mörgum dýramönnum Sigurðar.Instagram Þessar fígúrur eru þitt helsta einkenni en er einhver kjarni í þínum verkum? „Kjarninn hefur verið þannig að áður en maður fór út í nám var maður að leika sér með samhengi hlutanna, maðurinn og dýrið. Þetta er náttúrulega margendurtekið stef í listasögunni,“ segir hann. „Önnur sería sem ég hef unnið er þessi Picasso-sería þar sem ég kem myndheim Picassos í sína einangrun til Íslands. Það var eftir að ég var að lesa um Kjarval sem hefur aldrei fengið þá útrás sem hann hefur átt skilið, að vera sýndur að einhverju ráði í samhengi við módernista í Evrópu eða Ameríku.“ Ein af konum Picassos með Tjörnina í bakgrunni.Aðsent „Þetta voru seríur sem hafa fylgt mér síðan áður en ég fór út í nám. Síðustu fjögur árin úti í Hollandi hefur maður fengið aðeins svigrúm til að horfa á sjálfan sig og verk sín í spegilmyndinni og fengið aðeins að marínera sig,“ segir Sigurður. „Ég boða ákveðna endurfæðingu núna þar sem ég er að fara sýna, bæði hér og úti, aðeins öðruvísi verk.“ Er verið að drepa hinn unga Sigurð Sævar? „Það má kannski segja það. Og ég er meira að segja að vinna verk núna þar sem ég vann úti í Hollandi átta ólík silkiþrykksverk þar sem ég tók fjórar ólíkar seríur og gerði tvö verk úr hverri seríu. Ég hugsaði með mér „Núna er ég kominn á þann stað að ég get mögulega lagt praktíkina til hliðar og gert eitthvað crazy“ og í september-október er ég að fara að frumsýna nýtt verk þar sem ég bý til möppu með þessum átta verkum,“ segir hann. „Kaupandi getur keypt möppuna með þessum átta verkum og mappan er úr marmara og verður sirka hundrað kíló. Þetta er alveg klikkuð hugmynd og ég hugsaði ég yrði ábyggilega sextugur enn þá með þessar möppur á vinnustofunni minni,“ segir hann. Hér má sjá framhliðar tveggja marmaramappanna af þeim fimm sem Sigurður er að útbúa.Vísir/Vilhelm Um er að ræða fimm möppur úr ólíkum marmarastein sem Sigurður er að smíða. Utan á þeim má sjá undirskrift Sigurðar Sævars greypta í steininn og inni í þeim eru verkin átta. „Ég hugsaði „Þetta er svona dæmi sem mun trúlega ekki seljast“ en það er ein eftir af þessum fimm. Þær seldust áður en ég valdi steinana og smíðaði möppuna,“ segir Sigurður. Hvernig gerðist það? „Þetta var fólk sem kom hingað og ég var að segja þeim frá því hvað er framundan. Þetta voru stórir öflugir aðilar sem tryggðu sér þessi eintök.“ Þetta hlýtur að vera gríðarlega dýrt? „Þetta er ekki ódýrt, að framleiða þessar möppur,“ segir hann. Kominn tími á að kanna möguleika málverksins Yfirvofandi endurfæðing Sigurðar virðist enn vera á huldu, hann vill lítið gefa upp enn sem komið er. Hann ljóstrar þó upp um að hún tengist málverkinu sem formi. Þú talaðir um endurfæðingu og breytingar? „Já, nú er að koma nýr tónn,“ segir Sigurður sposkur. Er það leyndarmál? „Ég hef lítið rætt hann nema einstaka sinnum,“ segir Sigurður og vill lítið meira segja. „En ég skal lofa því að það verður magnað.“ Sigurður ætlar sér að kanna þolmörk málverksins sem listforms.Vísir/Vilhelm Þegar blaðamaður grefst frekar fyrir um aðferðafræði Sigurðar við listsköpunina losnar aðeins um málbeinið hvað varðar framtíðina. „Ég hef frá upphafi verið að vinna með málningu á striga. Það er miðill sem mér líkar ótrúlega vel við. Málverkið hefur gríðarlega möguleika með sér. Núna er á dagskránni að kanna betur möguleika málverksins í breiðari skilningi en sem málningu á striga,“ segir Sigurður. „Nú erum við komnir á vafasamar slóðir með að ég fari að kjafta frá. En ég er ekki viss um að ég verði fastur við tvívíða flötinn eingöngu á næstu árum. Við getum sagt að það séu ákveðnir hlutir í vinnslu sem verða nokkuð öðruvísi þó þetta verði alltaf í grunninn Sigurður Sævar.“ Gagnrýnendum velkomið að kíkja í heimsókn Sigurður segir mikilvægt að listamenn stuðli að heilbrigðri umræðu um myndlist. Hann hefur sjálfur ekki hafa fundið fyrir gagnrýni. Honum virðist þó sem sum gagnrýni annarra listamanna sé ekki endilega uppbyggileg og gjarnan drifin af öfund. Sem listamaður opnar maður sig fyrir gagnrýni. Hvað segirðu við henni? „Ég hef ekki fundið fyrir mikilli gagnrýni verð ég að segja. Þeir sem að gagnrýna mig eru ekki að gera það beint heldur mögulega að tala við einhverja aðra. Ég gef lítið fyrir það,“ segir Sigurður. „Ólíkt mörgum listamönnum beið ég ekki eftir því að vera búinn með BA eða Master eða eftir því að gallerýistinn setti mig á stall heldur byrjaði ungur að setja upp sýningar. Þegar fólk skoðar mín verk getur það líka séð æskuverk sem ég er stoltur og ánægður með og eru hluti af þróun listamanns.“ Sigurður Sævar býður þeim sem vilja gagnrýna hann að kíkja í heimsókn til að ræða listina.Vísir/Vilhelm „Þeir sem vilja gagnrýna er velkomið að koma hingað og ræða við mig. Ég skal segja þeim frá mínum hugmyndum og hvað ég hef verið að bralla í listinni.“ „Ef það eru listamenn sem gagnrýna mig, ég hef lent í því, þá held ég að það sé ekki uppbyggileg gagnrýni heldur drifin af öfund af því ég fór ungur á sjónarsviðið og hef verið óhræddur við að taka stór skref, til að mynda með að kaupa þetta Argentínuhús,“ segir hann. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur listamenn að byggja upp góða og heilbrigða umræðu um myndlist og hvetja skapandi fólk til að vera áfram skapandi, hvort sem það eru hámenntaðir listamenn eða fólk sem föndrar á sunnudögum,“ segir Sigurður að lokum. Myndlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira
Sigurður Sævar vakti ungur að árum athygli vegna yfirlýsinga sinna og drauma um að verða listamaður. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarin ár, stritað við strigana og haldið fjölda málverkasýninga. Hann hefur komið sér upp dyggum kúnnahópi og má víða sjá verk hans á veggjum góðborgara. Þökk sé góðu gengi í myndlistinni gat Sigurður keypt sér gamla húsnæði Argentínu steikhúss sem hann leigir núna út en ætlar í framtíðinni að nýta sem sýningarrými og vinnustofur. Vísir ræddi við Sigurð um myndlistina, yfirvofandi endurfæðingu og hundrað kílóa minnisvarða úr marmara. Tók ákvörðun tíu ára og ekki litið um öxl síðan Sigurður heillaðist snemma af myndlist og var tíu ára þegar hann ákvað að gera listina að atvinnu sinni. Þá var ekki aftur snúið. Þú byrjar svo snemma að mála, hvenær verður þetta að atvinnu? „Þetta var fyrst til skemmtunar og svo var það þegar ég er tíu ár sem ég hugsa „Þetta er málið. Þetta ætla ég að gera til framtíðar“ og tók ákvörðun,“ segir Sigurður. „Þó maður hafi ætlað þetta sem starfstitil voru engar tekjur að koma,“ bætir hann við og hlær. Sigurður Sævar er með vinnustofu í íbúð sinni á Háaleitisbraut. Þar er hann með safn eigin verka og fjölda verka eftir aðra listamenn.Vísir/Vilhelm Þetta verður þá fljótlega að atvinnu? „Þegar ég var orðinn unglingur var fjölskyldan að hvetja mig til að vinna en ég vildi helst tileinka mér það að vinna í listunum. Þrátt fyrir að ákvað ég nú samt að fara í bæjarvinnuna að reita arfa í tvö sumur með góðum vinum mínum. En í raun og veru er þetta það sem ég hef gert síðustu árin,“ segir Sigurður um málaralistina. Þú hefur verið afkastamikill við að mála en líka að halda sýningar. „Ég var þrettán ára gamall þegar ég hélt fyrstu sýninguna og þá seldi ég verk. Ári síðar, á menningarnótt árið 2012, hélt ég sýningu og þá tók Morgunblaðið viðtal við mig. Þá fór þetta að verða aðeins meira alvöru,“ segir Sigurður. Á þessum tíma æfði Sigurður sund með KR og hafði verið heilan vetur að selja klósettpappír og lakkrís til að safna fyrir æfingaferð til útlanda. Þegar hann uppgötvaði að ferðin var á sama tíma og menningarnótt ákvað hann að sleppa henni og halda frekar sýningu líkt og árið áður. „Ég sæki um hjá menningarnótt og vantaði bara sal. Sem betur fer fæ ég boð um að halda sýningu á Grandagarði 2 og þar var ég í aðalsalnum ásamt myndlistarmönnunum Sigurði Þóri og Sigurði Örlygssyni.“ Grein um sýningu Sigurðanna þriggja sem birtist í Vesturbæjarblaðinu.Vesturbæjarblaðið Viðhaldið dyggum aðdáendahópi með heimboðum „Þú segir að ég hafi verið duglegur að halda sýningar, já. En síðustu ár hefur það ekki alveg verið þannig. Síðasta stórsýning sem ég hélt var árið 2017 í Hörpu,“ segir Sigurður. „Árið 2019 kemst ég inn í Konunglegu listaakademíuna í Den Haag og síðustu ár hef ég ekki verið að halda sýningar. Það sem ég hef gert á móti er á hverju sumri hef ég boðið fólki sem á orginal verk og öðrum góðum vinum til sumarveislu,“ segir hann. Þú ert með dyggan fylgjendahóp ekki satt? „Það sem ég hef gert, ólíkt mörgum öðrum listamönnum, er að ég býð fólki að koma hingað á vinnustofuna að sjá verk eftir mig og verk sem ég safna eftir kollega mína. Ég býð fólki hingað í kaffi eða kampavín eða hvað sem það er. Þá nær maður að mynda tengsl við þá sem versla af manni verk,“ segir hann. Sigurður Sævar býður áhugasömum reglulega heim til sín að skoða verk sín og annarra listamanna.Vísir/Vilhelm „Sem myndlistarmaður er maður stöðugt í einsemdinnni, einn fyrir framan trönurnar. Fyrir mig að geta verið með móttökur, boðið fólki og átt bein samskipti við þá sem vilja mögulega skoða hjá mér verk, gefur mér ótrúlega mikið. Margir af mínum góðu vinum er fólk sem ég hef kynnst í gegnum listaverkin.“ „Í dag eru sumir af þeim sem keyptu einu sinni listaverk að bjóða mér reglulega í mat og það bygggist upp eitthvað vináttusamband sem maður myndi ekki fá ef maður væri bara að selja í gegnum gallerý,“ segir hann. Þú ert mikill tengslamyndari og sölumaður. Hversu stór hluti af listamannsstarfinu er sölumennska? „Ég held að það sé óumflýjanlegt ef maður ætlar sér að ná einhverjum árangri í listunum að vera meðvitaður um það að þetta er hluti af starfinu. Sumir tala eins og það séu einhverjar andstæður. Mér finnst það ekki,“ segir Sigurður. Það er ýmislegt á döfinni hjá Sigurði, stórt partý í október til að fagna útskrift, nýr tónn í listsköpuninni og áframhaldandi útrás.Vísir/Vilhelm „Sérstaklega ef maður er að kynnast listaverkasöfnurum sem eru að vanda vel hvað þeir eru að kaupa og bera virðingu fyrir verkunum sínum. Það er ekkert sem gleður mig meira en þegar maður heimsækir fólk og sér verkin sín á góðum stöðum.“ „Verk mín eru tímafrek í vinnslu svo það er takmarkað framboð af olíuverkum og frá 2019 hef ég meira og minna bara verið að vinna biðlistaverk. Í síðustu viku kláraði ég verk fyrir viðskiptavin sem hefur verið að bíða frá nóvember 2020. Biðlistinn er almennt ekki svo langur heldur var hann bara svo afskaplega afslappaður með þetta þannig hann fékk aðeins að bíða,“ segir Sigurður og hlær. „Þetta er hluti af því að geta búið sér til svigrúm til þess að geta fylgt sínum draumum í listinni. Ég gæti verið með hálfan hugann við að vinna einhvers staðar annars staðar. Með þessu, að vera meðvitaður um það að þetta þarf að komast á góða staði, get ég fókusað einungis á listina.“ Sigurður Sævar hefur komið sér upp myndarlegu safni af verkum eftir aðra listamenn.Vísir/Vilhelm Keypti gamla Argentínuhúsið Sigurður hefur verið óhræddur við að vera metnaðarfullur á ferli sínum. Tvítugur hélt hann yfirlitssýningu í Hörpu til að fagna tíu árum frá því hann ákvað að gerast myndlistarmaður. Í fyrra tók hann eina stærstu ákvörðun ferilis síns. „Í fyrra keypti ég húsnæði á Barónsstíg 11, þar sem Argentína Steikhús var, með það í huga að í framtíðinni að byggja upp aðstöðu fyrir sjálfan mig og aðra listamenn. Ég er búinn að setja það á leigu núna en var þar síðasta sumar með vinnustofu og sýningarrými,“ segir Sigurður. Hvernig kaupir maður svona hús, er þetta myndlistarpeningur? „Ég hef reynt að vera ákaflega skynsamur og þetta hefði aldrei verið hægt nema vegna þessa fólks sem hefur trú á minni vegferð og veitt mér þann meðbyr.“ „Þannig svarið er mögulega já,“ segir hann. Argentína steikhús var rekið í sirka þrjátíu ár á Barónsstíg. Sigurðu keypti það í fyrra og er með stór plön fyrir framtíðna.Aðsent Þegar Sigurður keypti Argentínuhúsið tók hann saman allan lagerinn sinn og komst að því að hann samanstóð einungis af tveimur olíuverkum, þremur vatnslitamyndum og nokkrum prentverkum. Það þýddi ekki svo undanfarin ár hefur hann því reynt að vinna bæði verk á biðlistum og fyrir sjálfan sig. „Á tímabili þegar ég bauð fólki hingað á vinnustofuna var ég svo upptekinn að tala um listaverkasafnið mitt vegna þess að ég hafði ekkert að sýna eftir sjálfan mig. Fólk þurfti að stoppa mig af og segja „Siggi, við vildum fá að kynnast þér og þínum verkum, ekki þessu safni“ og þá hef ég aðeins reynt að sinna því líka, að hafa eitthvað úrval.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal Dóru Júlíu við Sigurð Sævar í þáttunum Kúnst rétt eftir að hann keypti Argentínuhúsið í fyrra. Mikilvægt að fara á meginlandið Sigurður komst inn í Konunglegu listaakademíuna í Den Haag árið 2019. Það var viðbrigði fyrir Sigurð að fara úr litlu tjörninni sem Ísland er yfir í að vera listnemi á hinu stóra meginlandi. Hann segir það hafa verið mikilvægt skref. Hvernig hefur Sigurður Sævar þróast í gegnum öll þessi ár? „Þetta verða sextán ár núna í september,“ segir Sigurður um myndlistarferil sinn. „Að fara út í nám 2019 held ég að hafi verið rosalega farsælt skref fyrir mig. Að geta verið á meginlandinu og fá að lifa og hrærast í kringum allt þetta skapandi fólk,“ segir hann. „Þróunin hefur fyrst og fremst verið sú að ég er orðinn meira meðvitaður um hvert einasta stig í sköpun verksins. Maður er meira meðvitaður um hvað maður er að gera í listinni. En sömuleiðis er erfitt að skjóta á það hvert þemað er.“ Sigurður í vinnustofunni. Á hægri hönd má sjá seríu með íslenskum glímuköppum og þar fyrir neðan má sjá sjálfsmynd af berum listamanninum með vini sínum, Bjarna Bóbó.Vísir/Vilhelm Sigurður var ekki fyrr búinn að kveðja Holland þegar honum bauðst skemmtilegt boð. „Eftir útskriftina flyt ég flest verkin mín frá Hollandi til Íslands. Þegar ég kem til Íslands fæ ég hringingu fra Hollandi og þá er það gallerý sem heitir Ron Mandos og er eitt af stóru virtu gallerýunum í Amsterdam,“ segir Sigurður. Berrassaður listamaðurinn dregur tjaldið frá. Þetta var meðal verkanna sem voru til sýnis á samsýningunni Best of Graduates.Vísir/Vilhelm Þar var honum boðið að verða hluti af sýningunni „Best of Graduates“ á vegum Ron Mandos. Gallerýið skoðar þá útskriftarverk útskriftarnema úr öllum listaháskólum Hollands og velur 25 manna úrvalshóp. „Þegar ég fæ þessa símhringingu þá voru verk mín staðsett á miðju Atlansthafi á leið til landsins og ég átti að mæta til Amsterdam að setja upp sýninguna. En ég þáði boðið og vonaði að verkin myndu skila sér í tæka tíð. Sem betur fer skiluðu verkin sér heim á föstudegi og á mánudegi flýg ég út með fjögur stór verk. Hvernig ferjaðirðu þau? „Ég tók þau með mér í flugvélina og sem betur fer lukkaðist það. Svo strekkti ég þau upp aftur á hótelherberginu, kófsveittur eitt kvöldið og svo labbaði ég með þær í gallerýið,“ segir hann og glottir. Gamli Sigurður geymdur í hundrað kílóa marmara Sigurður hefur í gegnum árin verið hvað þekktastur fyrir fígúratív verk sín þar sem hann blandar saman dýrum og mönnum. Þær myndir hefur hann málað frá upphafi ferilsins en nú er hins vegar kominn tími til að kveðja þær. „Ein sería sem hefur fylgt mér síðan ég var barn eru þessar dýramyndir. Ég gaf það út núna í vor að ég er að fara að hætta með þær. Ég mun hætta þeim um miðjan september,“ segir Sigurður. Franski bolabíturinn Bó fyrir utan fjármálaráðuneytið. Einn af mörgum dýramönnum Sigurðar.Instagram Þessar fígúrur eru þitt helsta einkenni en er einhver kjarni í þínum verkum? „Kjarninn hefur verið þannig að áður en maður fór út í nám var maður að leika sér með samhengi hlutanna, maðurinn og dýrið. Þetta er náttúrulega margendurtekið stef í listasögunni,“ segir hann. „Önnur sería sem ég hef unnið er þessi Picasso-sería þar sem ég kem myndheim Picassos í sína einangrun til Íslands. Það var eftir að ég var að lesa um Kjarval sem hefur aldrei fengið þá útrás sem hann hefur átt skilið, að vera sýndur að einhverju ráði í samhengi við módernista í Evrópu eða Ameríku.“ Ein af konum Picassos með Tjörnina í bakgrunni.Aðsent „Þetta voru seríur sem hafa fylgt mér síðan áður en ég fór út í nám. Síðustu fjögur árin úti í Hollandi hefur maður fengið aðeins svigrúm til að horfa á sjálfan sig og verk sín í spegilmyndinni og fengið aðeins að marínera sig,“ segir Sigurður. „Ég boða ákveðna endurfæðingu núna þar sem ég er að fara sýna, bæði hér og úti, aðeins öðruvísi verk.“ Er verið að drepa hinn unga Sigurð Sævar? „Það má kannski segja það. Og ég er meira að segja að vinna verk núna þar sem ég vann úti í Hollandi átta ólík silkiþrykksverk þar sem ég tók fjórar ólíkar seríur og gerði tvö verk úr hverri seríu. Ég hugsaði með mér „Núna er ég kominn á þann stað að ég get mögulega lagt praktíkina til hliðar og gert eitthvað crazy“ og í september-október er ég að fara að frumsýna nýtt verk þar sem ég bý til möppu með þessum átta verkum,“ segir hann. „Kaupandi getur keypt möppuna með þessum átta verkum og mappan er úr marmara og verður sirka hundrað kíló. Þetta er alveg klikkuð hugmynd og ég hugsaði ég yrði ábyggilega sextugur enn þá með þessar möppur á vinnustofunni minni,“ segir hann. Hér má sjá framhliðar tveggja marmaramappanna af þeim fimm sem Sigurður er að útbúa.Vísir/Vilhelm Um er að ræða fimm möppur úr ólíkum marmarastein sem Sigurður er að smíða. Utan á þeim má sjá undirskrift Sigurðar Sævars greypta í steininn og inni í þeim eru verkin átta. „Ég hugsaði „Þetta er svona dæmi sem mun trúlega ekki seljast“ en það er ein eftir af þessum fimm. Þær seldust áður en ég valdi steinana og smíðaði möppuna,“ segir Sigurður. Hvernig gerðist það? „Þetta var fólk sem kom hingað og ég var að segja þeim frá því hvað er framundan. Þetta voru stórir öflugir aðilar sem tryggðu sér þessi eintök.“ Þetta hlýtur að vera gríðarlega dýrt? „Þetta er ekki ódýrt, að framleiða þessar möppur,“ segir hann. Kominn tími á að kanna möguleika málverksins Yfirvofandi endurfæðing Sigurðar virðist enn vera á huldu, hann vill lítið gefa upp enn sem komið er. Hann ljóstrar þó upp um að hún tengist málverkinu sem formi. Þú talaðir um endurfæðingu og breytingar? „Já, nú er að koma nýr tónn,“ segir Sigurður sposkur. Er það leyndarmál? „Ég hef lítið rætt hann nema einstaka sinnum,“ segir Sigurður og vill lítið meira segja. „En ég skal lofa því að það verður magnað.“ Sigurður ætlar sér að kanna þolmörk málverksins sem listforms.Vísir/Vilhelm Þegar blaðamaður grefst frekar fyrir um aðferðafræði Sigurðar við listsköpunina losnar aðeins um málbeinið hvað varðar framtíðina. „Ég hef frá upphafi verið að vinna með málningu á striga. Það er miðill sem mér líkar ótrúlega vel við. Málverkið hefur gríðarlega möguleika með sér. Núna er á dagskránni að kanna betur möguleika málverksins í breiðari skilningi en sem málningu á striga,“ segir Sigurður. „Nú erum við komnir á vafasamar slóðir með að ég fari að kjafta frá. En ég er ekki viss um að ég verði fastur við tvívíða flötinn eingöngu á næstu árum. Við getum sagt að það séu ákveðnir hlutir í vinnslu sem verða nokkuð öðruvísi þó þetta verði alltaf í grunninn Sigurður Sævar.“ Gagnrýnendum velkomið að kíkja í heimsókn Sigurður segir mikilvægt að listamenn stuðli að heilbrigðri umræðu um myndlist. Hann hefur sjálfur ekki hafa fundið fyrir gagnrýni. Honum virðist þó sem sum gagnrýni annarra listamanna sé ekki endilega uppbyggileg og gjarnan drifin af öfund. Sem listamaður opnar maður sig fyrir gagnrýni. Hvað segirðu við henni? „Ég hef ekki fundið fyrir mikilli gagnrýni verð ég að segja. Þeir sem að gagnrýna mig eru ekki að gera það beint heldur mögulega að tala við einhverja aðra. Ég gef lítið fyrir það,“ segir Sigurður. „Ólíkt mörgum listamönnum beið ég ekki eftir því að vera búinn með BA eða Master eða eftir því að gallerýistinn setti mig á stall heldur byrjaði ungur að setja upp sýningar. Þegar fólk skoðar mín verk getur það líka séð æskuverk sem ég er stoltur og ánægður með og eru hluti af þróun listamanns.“ Sigurður Sævar býður þeim sem vilja gagnrýna hann að kíkja í heimsókn til að ræða listina.Vísir/Vilhelm „Þeir sem vilja gagnrýna er velkomið að koma hingað og ræða við mig. Ég skal segja þeim frá mínum hugmyndum og hvað ég hef verið að bralla í listinni.“ „Ef það eru listamenn sem gagnrýna mig, ég hef lent í því, þá held ég að það sé ekki uppbyggileg gagnrýni heldur drifin af öfund af því ég fór ungur á sjónarsviðið og hef verið óhræddur við að taka stór skref, til að mynda með að kaupa þetta Argentínuhús,“ segir hann. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur listamenn að byggja upp góða og heilbrigða umræðu um myndlist og hvetja skapandi fólk til að vera áfram skapandi, hvort sem það eru hámenntaðir listamenn eða fólk sem föndrar á sunnudögum,“ segir Sigurður að lokum.
Myndlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira
KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31