Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 12:01 Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. en samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðherra er fyrirtækið það eina hér á landi sem veiðir stórhveli. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna að hvalveiðar sói fjármunum allra þeirra sem að koma og tímabært að hæta þeim alfarið. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni. Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni.
Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira