Enski boltinn

Segir að Mount sé eins og kanína í flóðljósum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason Mount á ferðinni í leiknum gegn Tottenham.
Mason Mount á ferðinni í leiknum gegn Tottenham. getty/Sebastian Frej

Mason Mount hefur ekki farið af stað með neinum látum síðan hann kom til Manchester United frá Chelsea.

Mount náði sér ekki á strik í fyrstu tveimur leikjum United í ensku úrvalsdeildinni og var tekinn af velli í þeim báðum. United vann heppnissigur á Wolves í fyrsta leik sínum en tapaði fyrir Tottenham um helgina.

Vandræði United, þá sérstaklega á miðsvæðinu, voru til umræðu í nýju hlaðvarpi Daily Mail, It's All Kicking Off.

„Casemiro, sannleikurinn er að hann er 31 árs núna. Hann var frábær á síðasta tímabili en virðist ekki vera í takti núna. Mason Mount er svo eins og kanína í flóðljósum,“ sagði Chris Sutton sem varð meðal annars Englandsmeistari með Blackburn Rovers 1995.

„Mount þarf að sjálfsögðu tíma en mér finnst þeir ekki hafa hlaupagetu á miðsvæðinu. Þú setur varnarábyrgð á fremstu menn sem þeir hafa ekki.“

United mætir Nottingham Forest í næsta leik sínum á laugardaginn. Bæði lið eru með þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×