Fjarvera Xi vekur athygli og spurningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 08:21 Xi er staddur í Suður-Afríku en mætti ekki til að flytja opnunarræðu sína. AP Það hefur vakið nokkra athygli að Xi Jinping, forseti Kína, var fjarri góðu gamni þegar hann átti að flytja ræðu á fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í Suður-Afríku í gær. Forsetinn var hvergi sjáanlegur en ræða hans flutt af viðskiptaráðherranum Wang Wentao. Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Kína Suður-Afríka Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar.
Kína Suður-Afríka Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira