Enski boltinn

De Bru­yne gaf öllum leik­mönnum City og Guar­diola líka sér­hannaðan iP­hone síma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin De Bruyne með símann glæsilega sem hann gaf öllum liðsfélögum sínum.
Kevin De Bruyne með símann glæsilega sem hann gaf öllum liðsfélögum sínum. @kevindebruyne

Allir leikmenn Manchester City geta nú gengið um með daglega áminningu um stórskostlegt og sögulegt 2022-23 tímabil í vasanum.

Það vakti athygli þegar Lionel Messi gaf öllum leikmönnum og starfsmönnum argentínska landsliðsins gullna síma til minningar um heimsmeistaratitilinn í desember í fyrra. Nú vill Kevin De Bruyne minnast ótrúlegs síðasta tímabils Manchester City með sams konar rausnarskap.

De Bruyne átti enn eitt magnaða tímabilið í fyrra og ætti náttúrulega sjálfur skilið stórar þakkir eins og Messi. Hann var aftur á móti það ánægður með liðsfélagana að hann vildi þakka fyrir sig.

De Bruyne ákvað nefnilega að láta gera sérhannaða iPhone síma til minningar um þrennu Manchester City og hann gaf öllum leikmönnum liðsins sem og knattspyrnustjóranum Pep Guardiola og eigandanum Sheikh Mansour.

Hver sími er hinn glæsilegasti og vel merktur mögnuðu 2022-23 tímabili Manchester City sem vann þá ekki aðeins Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins heldur varð aðeins annað enska félagið og það fyrsta á þessari öld til að vinna þrennuna, verða enskur meistari, vinna enska bikarinn og vinna Meistaradeildina.

Símarnir voru alls 26 talsins og hver er um fimm þúsund punda virði sem jafngildir um 846 þúsund íslenskum krónum.

Allir símarnir kosta því um 130 þúsund pund eða tæpar 22 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×