Fjórðungur starfsmanna leikskólanna menntaðir kennarar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 09:19 Í desember 2022 voru 264 leikskólar starfandi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Menntaðir kennarar voru 26,6 prósent starfsfólks við uppeldi og menntun leikskólabarna í desember 2022. Ófaglært starfsfólk var 57,6 prósent starfsfólks en aðrir höfðu lokið annarri uppeldismenntun. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands um háskólamenntun starfsfólks sem starfar við uppeldi og menntun leikskólabarna. Þar kemur einnig fram að 35 prósent starfsfólks er með grunnpróf á háskólastigi og 12 prósent, eða einn af hverjum átta, með meistaragráðu eða meiri menntun. Rúmur helmingur reyndist með menntun á framhaldsskólastigi eða minni menntun. „Samsvarandi tölur úr grunnskólum sýna að 63,2% starfsfólks við kennslu í október 2022 voru með grunnpróf á háskólastigi og 31,4% með meistaragráðu eða meiri menntun,“ segir á vef Hagstofunnar. „Hlutfall starfsfólks leikskóla sem hefur a.m.k. lokið meistaragráðu var hærra á meðal leikskólastjóra (42,1%) en á meðal aðstoðarleikskólastjóra (28,7%) og deildarstjóra og kennara (10,2%). Til að fá leyfisbréf sem kennari til starfa í leikskóla þarf núna að hafa lokið meistaragráðu en eldri leyfisbréf gilda áfram.“ Meira en helmingur 50 ára eða eldri Starfsmenn leikskólanna voru 7.119 í 6.274 stöðugildum í desember 2022 og hafði fjölgað um 225 frá fyrra ári. Rúmlega helmingur leikskólakennara, 51,4 prósent, er 50 ára eða eldri en hlutfallið hefur farið ört vaxandi síðustu ár. „Árið 2004 voru rúm 70% kennara á aldrinum 30-49 ára en hefur fækkað hlutfallslega ár frá ári og voru 46,7% árið 2022. Með lengingu náms leikskólakennara fækkaði kennurum í yngsta aldurshópnum og voru aðeins 2,0% leikskólakennara haustið 2022. Þessar tölur eiga einungis við um kennara sem hafa menntun sem leikskólakennarar, ekki aðra kennara sem starfa í leikskólum,“ segir Hagstofan. Hlutfall karla meðal starfsmanna var 8,6 prósent í desember 2022 og hefur aldrei verið hærra. Í dag eru þeir 611 en árið 1999 voru þeir 70. Alls eru 264 leikskólar starfandi á landinu. Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands um háskólamenntun starfsfólks sem starfar við uppeldi og menntun leikskólabarna. Þar kemur einnig fram að 35 prósent starfsfólks er með grunnpróf á háskólastigi og 12 prósent, eða einn af hverjum átta, með meistaragráðu eða meiri menntun. Rúmur helmingur reyndist með menntun á framhaldsskólastigi eða minni menntun. „Samsvarandi tölur úr grunnskólum sýna að 63,2% starfsfólks við kennslu í október 2022 voru með grunnpróf á háskólastigi og 31,4% með meistaragráðu eða meiri menntun,“ segir á vef Hagstofunnar. „Hlutfall starfsfólks leikskóla sem hefur a.m.k. lokið meistaragráðu var hærra á meðal leikskólastjóra (42,1%) en á meðal aðstoðarleikskólastjóra (28,7%) og deildarstjóra og kennara (10,2%). Til að fá leyfisbréf sem kennari til starfa í leikskóla þarf núna að hafa lokið meistaragráðu en eldri leyfisbréf gilda áfram.“ Meira en helmingur 50 ára eða eldri Starfsmenn leikskólanna voru 7.119 í 6.274 stöðugildum í desember 2022 og hafði fjölgað um 225 frá fyrra ári. Rúmlega helmingur leikskólakennara, 51,4 prósent, er 50 ára eða eldri en hlutfallið hefur farið ört vaxandi síðustu ár. „Árið 2004 voru rúm 70% kennara á aldrinum 30-49 ára en hefur fækkað hlutfallslega ár frá ári og voru 46,7% árið 2022. Með lengingu náms leikskólakennara fækkaði kennurum í yngsta aldurshópnum og voru aðeins 2,0% leikskólakennara haustið 2022. Þessar tölur eiga einungis við um kennara sem hafa menntun sem leikskólakennarar, ekki aðra kennara sem starfa í leikskólum,“ segir Hagstofan. Hlutfall karla meðal starfsmanna var 8,6 prósent í desember 2022 og hefur aldrei verið hærra. Í dag eru þeir 611 en árið 1999 voru þeir 70. Alls eru 264 leikskólar starfandi á landinu.
Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira