Erlent

Tíu sleðahundar drepnir á Grænlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sleðahundar á Grænlandi, þó ekki þeir sem voru drepnir á mánudag.
Sleðahundar á Grænlandi, þó ekki þeir sem voru drepnir á mánudag. Getty/Martin Zwick

Tíu sleðahundar voru skotnir til bana á Grænlandi aðfaranótt mánudags. Lögregla telur að þjófnaður á mótorbát og rifflum um nóttina tengist málinu.

Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiqaq vísar til fréttatilkynningu lögreglu um að mótorbátur og þrír rifflar hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr höfninni í Qasigiannguit á vesturströnd Grænlands umrædda nótt. Báturinn var aftur á sínum stað morguninn eftir en lögreglu grunar að þjófnaðurinn tengist hundadrápinu.

Bátnum var skilað á milli klukkan fimm og sex að morgni mánudags. Lykillinn að bátnum og rifflarnir voru hins vegar ekki á sínum stað. Um nóttina voru tíu hundar skotnir til bana á einni af eyjunum suður af Qasigiannguit.

Lögregla biður íbúa og aðra sem gætu haft upplýsingar um málið að leita á lögreglustöðina í Qasigiannguit eða hafa samband símleiðis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×