„Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. ágúst 2023 15:56 IceGuys tók nýverið upp myndband við lagið Krumla. Baldur Kristjáns „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. Hugmyndin fæddist í febrúar síðastliðnum þegar Jón þyrsti í að vera fleiri en einn söngvari á sviðinu. „Hugmyndin kom upp 1. febrúar og ég sendi strax á strákana. Þú sérð hvernig þetta er búið að vera, það er engin tilviljun að Backstreet Boys komu til landsins í apríl og nú endurkoma Nylon hópsins,“ segir Jón og vitnar í gamla tíma og notalgíu tilfinningu. „Ísöldin er hafin“ Spurður hvort IceGuys eigi sér fyrirmyndir innan erlendu tónlistarsenunnar segir Jón: „IceGuys eru bara IceGuys. Við erum hér til að dreifa gleði og skemmtun með.“ Nú eru flestir meðlimirnir þekktir íslenskir tónlistarmenn. Hvernig kom til að fá Rúrik í bandið? „Rúrik er bara stjarna sem Ísland þurfti að fá að kynnast betur. Ég hef vitað það lengi og hann kann að spila á gítar og syngja. Hann hefur unnið risakeppnir í Þýskalandi og fleira. Hann er meira en bara augu þó svo að margir halda að þetta sé Eyes Guys, þá út af augunum í Rúrik. Ég þarf því oft að leiðrétta að þetta sé IceGuys,“ segir Jón og bætir við að Ísöldin sé hafin. Jón fer fögrum orðum um Rúrik.Baldur Kristjáns Aðrir meðlimir bandsins eru þeir Aron Can, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór. Hvaða meðlimur finnst þér skemmtilegastur ef þú þarft að velja? „Ég er að komast meira og meira að því að Árni Páll er algjör „comedy king“, með grín á réttum tímasetningum,“ segir Jón sem hendir bróður sínum, Friðriki Dór, fyrir rútuna sem erfiðasta manni bandsins. „Alltaf Frikki, hann er alltaf að tala um hittarana sem hann er að gera. En það er líka gott og er að halda standaranum hjá okkur háum.“ Tvö lög og sprengjur IceGuys hóf sölu á fyrstu tónleika sveitarinnar sem fara fram í Kaplakrika 16. desember fyrr í dag. Að sögn Jóns fer miðasalan vel af stað. „Þetta hlýtur að vera í fyrsta sinn sem hljómsveit með tvö lög heldur tónleika. Það er mikil eftirspurn og nægur tími fram að jólum svo það er aldrei að vita hvað við náum að gera fyrir þann tíma. Við erum einnig búnir að tryggja okkur geggjuð upphitunaratriði,“ segir Jón. Hann telur upp meðlimi bandsins sem munu flytja sína helstu slagara fyrir áhorfendum. „Í anda Ísdrengjana hlýtur að vera stutt í jólastrákana,“ segir Jón og nefnir þar búninga, sprengjur og dans og gleði á komandi tónleikum. Hægt er að nálgast miða á tónleikana hér. Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16 Iceguys gefa út sitt fyrsta lag Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. 15. júní 2004 00:01 Rúrik Gísla einn liðsmanna strákabandsins IceGuys Strákabandið IceGuys gaf út lagið Rúlletta á miðnætti sem er fyrsta lag bandsins og er sannkallaður sumarsmellur. Fjórir landsþekktir tónlistarmenn hafa þegar kynnt sveitina á samfélagsmiðlum. 16. júní 2023 13:57 Íslensku lögin í meirihluta Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína. 19. ágúst 2023 17:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Hugmyndin fæddist í febrúar síðastliðnum þegar Jón þyrsti í að vera fleiri en einn söngvari á sviðinu. „Hugmyndin kom upp 1. febrúar og ég sendi strax á strákana. Þú sérð hvernig þetta er búið að vera, það er engin tilviljun að Backstreet Boys komu til landsins í apríl og nú endurkoma Nylon hópsins,“ segir Jón og vitnar í gamla tíma og notalgíu tilfinningu. „Ísöldin er hafin“ Spurður hvort IceGuys eigi sér fyrirmyndir innan erlendu tónlistarsenunnar segir Jón: „IceGuys eru bara IceGuys. Við erum hér til að dreifa gleði og skemmtun með.“ Nú eru flestir meðlimirnir þekktir íslenskir tónlistarmenn. Hvernig kom til að fá Rúrik í bandið? „Rúrik er bara stjarna sem Ísland þurfti að fá að kynnast betur. Ég hef vitað það lengi og hann kann að spila á gítar og syngja. Hann hefur unnið risakeppnir í Þýskalandi og fleira. Hann er meira en bara augu þó svo að margir halda að þetta sé Eyes Guys, þá út af augunum í Rúrik. Ég þarf því oft að leiðrétta að þetta sé IceGuys,“ segir Jón og bætir við að Ísöldin sé hafin. Jón fer fögrum orðum um Rúrik.Baldur Kristjáns Aðrir meðlimir bandsins eru þeir Aron Can, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór. Hvaða meðlimur finnst þér skemmtilegastur ef þú þarft að velja? „Ég er að komast meira og meira að því að Árni Páll er algjör „comedy king“, með grín á réttum tímasetningum,“ segir Jón sem hendir bróður sínum, Friðriki Dór, fyrir rútuna sem erfiðasta manni bandsins. „Alltaf Frikki, hann er alltaf að tala um hittarana sem hann er að gera. En það er líka gott og er að halda standaranum hjá okkur háum.“ Tvö lög og sprengjur IceGuys hóf sölu á fyrstu tónleika sveitarinnar sem fara fram í Kaplakrika 16. desember fyrr í dag. Að sögn Jóns fer miðasalan vel af stað. „Þetta hlýtur að vera í fyrsta sinn sem hljómsveit með tvö lög heldur tónleika. Það er mikil eftirspurn og nægur tími fram að jólum svo það er aldrei að vita hvað við náum að gera fyrir þann tíma. Við erum einnig búnir að tryggja okkur geggjuð upphitunaratriði,“ segir Jón. Hann telur upp meðlimi bandsins sem munu flytja sína helstu slagara fyrir áhorfendum. „Í anda Ísdrengjana hlýtur að vera stutt í jólastrákana,“ segir Jón og nefnir þar búninga, sprengjur og dans og gleði á komandi tónleikum. Hægt er að nálgast miða á tónleikana hér.
Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16 Iceguys gefa út sitt fyrsta lag Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. 15. júní 2004 00:01 Rúrik Gísla einn liðsmanna strákabandsins IceGuys Strákabandið IceGuys gaf út lagið Rúlletta á miðnætti sem er fyrsta lag bandsins og er sannkallaður sumarsmellur. Fjórir landsþekktir tónlistarmenn hafa þegar kynnt sveitina á samfélagsmiðlum. 16. júní 2023 13:57 Íslensku lögin í meirihluta Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína. 19. ágúst 2023 17:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16
Iceguys gefa út sitt fyrsta lag Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. 15. júní 2004 00:01
Rúrik Gísla einn liðsmanna strákabandsins IceGuys Strákabandið IceGuys gaf út lagið Rúlletta á miðnætti sem er fyrsta lag bandsins og er sannkallaður sumarsmellur. Fjórir landsþekktir tónlistarmenn hafa þegar kynnt sveitina á samfélagsmiðlum. 16. júní 2023 13:57
Íslensku lögin í meirihluta Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína. 19. ágúst 2023 17:01