Sjeik Jassim vill ennþá kaupa en óttast að Glazer-fjölskyldan hætti við að selja Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 22:00 Stuðningsmenn Manchester United hafa margoft mótmælt eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. Gangi salan á því ekki í gegn má búast við mikilli óánægju. Vísir/Getty Salan á Manchester United hefur gengið hægar en stuðningsmenn liðsins höfðu vonast. Tilboð Sjeik Jassim er enn á borðinu en hann óttast að Glazer-fjölskyldan sé efins um hvort rétt sé að selja. Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol. Katar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol.
Katar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira