Messi búinn að koma Inter Miami í annan úrslitaleik: Hetja án þess að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:00 Lionel Messi fagnar marki hjá Inter Miami í nótt. Getty/Andy Lyons Lionel Messi skoraði reyndar ekki í nótt en hann var samt aðalmaðurinn þegar lið hans Inter Miami tryggði sér sæti í öðrum úrslitaleiknum á tímabilinu eftir að sá argentínski gekk til liðs við félagið. Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira