Innherji

Arnar­lax boðar skráningu í Kaup­höllina síðar á árinu

Hörður Ægisson skrifar
Björn Hembre er forstjóri Arnarlax á Bíldudal.
Björn Hembre er forstjóri Arnarlax á Bíldudal. Steingrímur Dúi Másson

Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.


Tengdar fréttir

Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn

Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær.

Veðja á nýja at­vinnu­grein og á­forma tug­milljarða hluta­fjár­söfnun

Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×