Sigurður Hannesson segir að núverandi áætlanir fjölgi leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar og skorar hann á innviðaráðherra að taka forystu í málaflokknum.
Þá verður rætt við Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar sem segir áríðandi að ríkisstjórnin bregðist við erfiðu ástandi í efnahagsmálum hér á landi. Stýrivaxtahækkanir geti ekki verið eina ráðið.
Einnig fjöllum við um raforkuspá Landsnets sem birt var í morgun en hún gerir nú ráð fyrir því að orkuskiptin margumtöluðu náist ekki fyrr en heilum áratug síðar en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir.