Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Boði Logason skrifar 24. ágúst 2023 16:57 Hannes Þór, Allan og Hannes Þór. Allan þarf eflaust að nota fullt nafn þegar hann ávarpar samstarfsfélaga sína svo þeir viti við hvorn þeirra hann er að tala. KAZUMA TAKIGAWA Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. Fyrirtækið ber nafnið Atlavík og eru meðeigendur hans þeir Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason, leikstjórar og framleiðendur. Þeir ætla að hasla sér völl á sviði sjónvarpsþáttagerðar og auglýsingaframleiðslu á Íslandi. „Nafnið Atlavík hefur ýmsar skýringar en aðallega finnst okkur gaman að tengja okkur við stað sem margir eiga nostalgískar minningar frá og vonum við að nýja fyrirtækið muni einnig færa fólki gleði með verkefnum sínum,“ segir Hannes Þór. Þeir félagar hafa fengið Hafstein Gunnar Sigurðsson og Anní Ólafsdóttur leikstjóra til liðs við sig en bæði hafa verið lengi í bransanum og unnið að fjölmörgum verkefnum síðustu ár. Hafsteinn Gunnar gerði meðal annars þættina Aftureldingu ásamt bíómyndunum Undir Trénu og París Norðursins. Þá mun leikstjóra- og ljósmyndatvíeykið Helgi og Hörður einnig starfa með Atlavík. Hörður, Anní, Hafsteinn Gunnar og Helgi munu sjá um leikstjórn á auglýsingum og öðru efni hjá AtlavíkKAZUMA TAKIGAWA „Teymið okkar er með mikla reynslu í sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð og hefur hlotið nokkur Edduverðlaun á undanförnum árum, ásamt að hafa gert auglýsingar sem hafa unnið til stórra alþjóðlegra verðlauna s.s. Cannes Lions og Effies. Markmið okkar er að halda áfram á þessari braut þar sem reynsla okkar liggur mest á þessu sviði, en langtímamarkmið Atlavíkur er klárlega að vinna að fleiri leiknum kvikmyndum og sjónvarpsseríum,“ segir Hannes Þór. Þríeykið hefur á undanförnum árum komið að mörgum af vinsælastu sjónvarpsþáttum landsins. Má þar nefna Fílalag, Veisluna, Tónlistarmennina okkar og heimildarmyndina Velkominn Árni. Atlavík er nú þegar að vinna nokkur sjónvarpsverkefni fyrir allar sjónvarpsstöðvar landsins. „Við erum núna í tökum á sjónvarpsseríu um IceGuys hljómsveitina sem verður frumsýnd hjá Símanum í október og svo erum við að hefja tökur á spennandi nýrri seríu fyrir Stöð 2. Einnig erum við að vinna að aðlögun sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, ásamt höfundum hennar Sveini Ólafi Gunnarssyni og Ólafi Ásgeirssyni. Verkefnið hlaut fyrsta handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands á dögunum. Þannig að það eru mörg járn í eldinum um þessar mundir og fyrirtækið strax komið á góða siglingu. Við erum því mjög spennt fyrir framtíðinni,” segir Hannes Þór að lokum. Strákarnir við tökur í Vestmannaeyjum.Adam Emil Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16 „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrirtækið ber nafnið Atlavík og eru meðeigendur hans þeir Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason, leikstjórar og framleiðendur. Þeir ætla að hasla sér völl á sviði sjónvarpsþáttagerðar og auglýsingaframleiðslu á Íslandi. „Nafnið Atlavík hefur ýmsar skýringar en aðallega finnst okkur gaman að tengja okkur við stað sem margir eiga nostalgískar minningar frá og vonum við að nýja fyrirtækið muni einnig færa fólki gleði með verkefnum sínum,“ segir Hannes Þór. Þeir félagar hafa fengið Hafstein Gunnar Sigurðsson og Anní Ólafsdóttur leikstjóra til liðs við sig en bæði hafa verið lengi í bransanum og unnið að fjölmörgum verkefnum síðustu ár. Hafsteinn Gunnar gerði meðal annars þættina Aftureldingu ásamt bíómyndunum Undir Trénu og París Norðursins. Þá mun leikstjóra- og ljósmyndatvíeykið Helgi og Hörður einnig starfa með Atlavík. Hörður, Anní, Hafsteinn Gunnar og Helgi munu sjá um leikstjórn á auglýsingum og öðru efni hjá AtlavíkKAZUMA TAKIGAWA „Teymið okkar er með mikla reynslu í sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð og hefur hlotið nokkur Edduverðlaun á undanförnum árum, ásamt að hafa gert auglýsingar sem hafa unnið til stórra alþjóðlegra verðlauna s.s. Cannes Lions og Effies. Markmið okkar er að halda áfram á þessari braut þar sem reynsla okkar liggur mest á þessu sviði, en langtímamarkmið Atlavíkur er klárlega að vinna að fleiri leiknum kvikmyndum og sjónvarpsseríum,“ segir Hannes Þór. Þríeykið hefur á undanförnum árum komið að mörgum af vinsælastu sjónvarpsþáttum landsins. Má þar nefna Fílalag, Veisluna, Tónlistarmennina okkar og heimildarmyndina Velkominn Árni. Atlavík er nú þegar að vinna nokkur sjónvarpsverkefni fyrir allar sjónvarpsstöðvar landsins. „Við erum núna í tökum á sjónvarpsseríu um IceGuys hljómsveitina sem verður frumsýnd hjá Símanum í október og svo erum við að hefja tökur á spennandi nýrri seríu fyrir Stöð 2. Einnig erum við að vinna að aðlögun sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, ásamt höfundum hennar Sveini Ólafi Gunnarssyni og Ólafi Ásgeirssyni. Verkefnið hlaut fyrsta handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands á dögunum. Þannig að það eru mörg járn í eldinum um þessar mundir og fyrirtækið strax komið á góða siglingu. Við erum því mjög spennt fyrir framtíðinni,” segir Hannes Þór að lokum. Strákarnir við tökur í Vestmannaeyjum.Adam Emil
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16 „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16
„Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. 23. ágúst 2023 15:56