Ekki borga óþarflega mikið fyrir húsnæðislánið þitt! Jóhannes Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 17:00 Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun