Innlent

Til­finninga­rík stund þegar Sig­ríður Heiða kvaddi Laugar­nes­skóla

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Sigríður Heiða lýkur störfum eftir sautján ár sem skólastjóri.
Sigríður Heiða lýkur störfum eftir sautján ár sem skólastjóri. Vísir/Vilhelm

Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum.

„Þetta var mjög falleg stund þó að ég hafi þurft að kveðja með þessum hætti,“ segir Sigríður Heiða. Hún kvaddi nemendur og samstarfsfólk sitt í dag á tilfinningaríkri stund. Hún segir óvíst hvað taki nú við hjá sér. „Það kemur bara í ljós,“ segir hún.

Skemmdir á skólanum komu í ljós árið 2016 og framkvæmdir til lagfæringa hafa gengið hægt. 

Sigríður Heiða hætti störfum að læknisráði vegna áhrifa myglu á heilsu hennar en hún hafði ætlað að starfa við skólann í einhver ár til viðbótar. 

Björn Gunnlaugsson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarskólastjóra síðustu ár, mun gegna stöðu skólastjóra fram að áramótum, en til stendur að auglýsa stöðuna á næstu mánuðum.

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×