Höldum þeim heima Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun