Flokksráðsfundir tveggja ríkisstjórnarfunda fara fram í dag. Flokksráðsfundur Vinstri grænna var settur á Flúðum í morgun, en Sjálfstæðismenn funda á Hilton í Reykjavík síðar í dag.
Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að takast á við verðbólguna.
Unnendur íslensku kjötsúpunnar ættu að vera á Hvolsvelli um helgina því þar fer fram kjötsúpuhátíð. Fjölbreytt dagskrá er í boði og í dag er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúni staðarins.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.