Þrefaldur gullverðlaunahafi gerir grín að heimsmeistaratali Bandaríkjamanna Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 08:00 Noah Lyles var hluti af sigursveit Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupi. Vísir/Getty Noah Lyles hefur komið, séð og sigrað á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest þessa dagana. Hann hefur unnið þrenn gullverðlaun en er ekki hrifinn af hvernig talað er um bandaríska meistara í heimalandinu. Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira