Mikil ánægja með nýju þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 15:01 Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs en aðsetur garðsins er í nýju og glæsilegu húsnæði á Hellissandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með nýju þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð, sem opnuð var í vor á Hellissandi. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira