Umfjöllun: ÍBV - FH 0-2 | Öruggur útisigur í Eyjum Einar Kárason skrifar 27. ágúst 2023 16:15 FH-ingar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja. vísir/hulda margrét Eyjakonur tóku á móti FH í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar kvenna en ÍBV liðið er í harðri fallbaráttu á meðan gestirnir í FH voru aðeins einu stigi frá þriðja sætinu. Blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti FH í lokaleik hefðbundinnar deildarkeppni en deildarskipting er handan helgarinnar. Gestirnir byrjuðu af krafti og átti Snædís María Jörundsdóttir hörkuskot rétt framhjá marki ÍBV eftir mistök í vörn heimakvenna. FH-ingar héldu bolta vel og fór leikurinn fram að mestu á vallarhelmingi ÍBV í upphafi leiks. Snædís fékk annað gott færi eftir skyndisókn áður en leikurinn varð tíu mínútna gamall en vinstri fótar skot hennar ekki nægilega gott og Guðný Geirsdóttir í marki ÍBV náði að verja. Yfirburðir gestanna voru áberandi og voru þær líklegri til að brjóta ísinn en þrátt fyrir þónokkur skot að marki, hornspyrnur og álitlegar sóknir komu þær svartklæddu boltanum ekki yfir línuna. ÍBV átti sínar sóknir og fengu hornspyrnur sem ekki gengu upp. Fyrsta skot ÍBV á mark átti Sigríður Lára Garðarsdóttir með vinstri fæti fyrir utan teig eftir tæplega hálftíma leik, en Aldís Guðlaugsdóttir sá boltann alla leið og varði auðveldlega. Því var markalaust þegar flautað var til hálfleiks og spennandi fjörtíu og fimm mínútur framundan. FH hóf síðari hálfleikinn eins og þann fyrri með því að herja á mark ÍBV. Hafnfirðingar áttu ótal skot að marki og hornspyrnur og heimastúlkur við kaðlana. Mackenzie George átti líklega bestu tilraunina eftir tæplega tíu mínútna leik þegar hún lét vaða við vítateigslínu en Guðný gerði virkilega vel í að kasta sér til vinstri og blaka boltanum afturfyrir. Eftir rúmlega klukkustundar leik var ísinn loks brotinn. Það gerði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir með hnitmiðuðu skoti úr teig. Boltinn úti við stöngina fjær þar sem Guðný náði ekki til hans. Gestirnir gengu á lagið og sóttu látlaust eftir markið og uppskáru eftir því. FH tvöfaldaði forystu sína með marki frá Shainu Falena Ashouri, sem hafði gert sig líklega þónokkrum sinnum í leiknum, þegar hún fékk boltann fyrir utan teig og plataði varnarmann ÍBV uppúr skónum áður en hún lét vaða. Boltinn í gagnstætt horn þar sem Guðný kom engum vörnum við. Þegar þarna var komið við sögu var tæpur stundarfjórðungur eftir og eftirleikurinn formsatriði fyrir Hafnfirðinga. FH sótti áfram og virtust þær svartklæddu líklegar til að bæta við í hverri sókn en allt kom fyrir ekki. Leikar enduðu því með öruggum tveggja marka sigri gestanna gegn bitlausu Eyjaliði. Af hverju vann FH? FH var betra liðið á vellinum frá upphafsflauti til þess síðasta. Gáfu varla færi á sér allar níutíu mínúturnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik mættu gestirnir af krafti inn í síðari hálfleikinn og héldu ÍBV við kaðlana í eigin teig. Eftir að ísinn var loksins brotinn gengu þær á lagið og bættu við marki ekki löngu síðar. Þær hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en eru líklega mjög sáttar við frammistöðu sína sem og stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Shaina og Mackenzie voru mjög áberandi í sóknarleik gestanna til að taka einhverjar út fyrir sviga. Hildigunnur Ýr átti prýðisleik og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark sem virtist aldrei ætla að koma þrátt fyrir látlausa sókn. Í liði ÍBV var Guðný í markinu áberandi best. Varði alla þá bolta sem komu að marki í fyrri hálfleik og varði einu sinni stórkostlega áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var hvergi sjáanlegur í dag. Kristín Erna Sigurlásdóttir var skilin eftir alein uppi á topp og þegar boltinn komst yfir miðju voru þær lengi að fylgja honum eftir sem gerði FH auðvelt fyrir. Erfitt var að sjá hvert leikskipulag þeirra hvítklæddu var í dag. Hvað gerist næst? Hefðbundinni deildarkeppni er lokið en framundan er úrslitakeppni og deildarskipting. Besta deild kvenna ÍBV FH
Eyjakonur tóku á móti FH í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar kvenna en ÍBV liðið er í harðri fallbaráttu á meðan gestirnir í FH voru aðeins einu stigi frá þriðja sætinu. Blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti FH í lokaleik hefðbundinnar deildarkeppni en deildarskipting er handan helgarinnar. Gestirnir byrjuðu af krafti og átti Snædís María Jörundsdóttir hörkuskot rétt framhjá marki ÍBV eftir mistök í vörn heimakvenna. FH-ingar héldu bolta vel og fór leikurinn fram að mestu á vallarhelmingi ÍBV í upphafi leiks. Snædís fékk annað gott færi eftir skyndisókn áður en leikurinn varð tíu mínútna gamall en vinstri fótar skot hennar ekki nægilega gott og Guðný Geirsdóttir í marki ÍBV náði að verja. Yfirburðir gestanna voru áberandi og voru þær líklegri til að brjóta ísinn en þrátt fyrir þónokkur skot að marki, hornspyrnur og álitlegar sóknir komu þær svartklæddu boltanum ekki yfir línuna. ÍBV átti sínar sóknir og fengu hornspyrnur sem ekki gengu upp. Fyrsta skot ÍBV á mark átti Sigríður Lára Garðarsdóttir með vinstri fæti fyrir utan teig eftir tæplega hálftíma leik, en Aldís Guðlaugsdóttir sá boltann alla leið og varði auðveldlega. Því var markalaust þegar flautað var til hálfleiks og spennandi fjörtíu og fimm mínútur framundan. FH hóf síðari hálfleikinn eins og þann fyrri með því að herja á mark ÍBV. Hafnfirðingar áttu ótal skot að marki og hornspyrnur og heimastúlkur við kaðlana. Mackenzie George átti líklega bestu tilraunina eftir tæplega tíu mínútna leik þegar hún lét vaða við vítateigslínu en Guðný gerði virkilega vel í að kasta sér til vinstri og blaka boltanum afturfyrir. Eftir rúmlega klukkustundar leik var ísinn loks brotinn. Það gerði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir með hnitmiðuðu skoti úr teig. Boltinn úti við stöngina fjær þar sem Guðný náði ekki til hans. Gestirnir gengu á lagið og sóttu látlaust eftir markið og uppskáru eftir því. FH tvöfaldaði forystu sína með marki frá Shainu Falena Ashouri, sem hafði gert sig líklega þónokkrum sinnum í leiknum, þegar hún fékk boltann fyrir utan teig og plataði varnarmann ÍBV uppúr skónum áður en hún lét vaða. Boltinn í gagnstætt horn þar sem Guðný kom engum vörnum við. Þegar þarna var komið við sögu var tæpur stundarfjórðungur eftir og eftirleikurinn formsatriði fyrir Hafnfirðinga. FH sótti áfram og virtust þær svartklæddu líklegar til að bæta við í hverri sókn en allt kom fyrir ekki. Leikar enduðu því með öruggum tveggja marka sigri gestanna gegn bitlausu Eyjaliði. Af hverju vann FH? FH var betra liðið á vellinum frá upphafsflauti til þess síðasta. Gáfu varla færi á sér allar níutíu mínúturnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik mættu gestirnir af krafti inn í síðari hálfleikinn og héldu ÍBV við kaðlana í eigin teig. Eftir að ísinn var loksins brotinn gengu þær á lagið og bættu við marki ekki löngu síðar. Þær hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en eru líklega mjög sáttar við frammistöðu sína sem og stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Shaina og Mackenzie voru mjög áberandi í sóknarleik gestanna til að taka einhverjar út fyrir sviga. Hildigunnur Ýr átti prýðisleik og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark sem virtist aldrei ætla að koma þrátt fyrir látlausa sókn. Í liði ÍBV var Guðný í markinu áberandi best. Varði alla þá bolta sem komu að marki í fyrri hálfleik og varði einu sinni stórkostlega áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var hvergi sjáanlegur í dag. Kristín Erna Sigurlásdóttir var skilin eftir alein uppi á topp og þegar boltinn komst yfir miðju voru þær lengi að fylgja honum eftir sem gerði FH auðvelt fyrir. Erfitt var að sjá hvert leikskipulag þeirra hvítklæddu var í dag. Hvað gerist næst? Hefðbundinni deildarkeppni er lokið en framundan er úrslitakeppni og deildarskipting.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti