Hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu í haust Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. ágúst 2023 12:33 Guðrún segir að mikil fjölgun hafi orðið Covid-smituðum einstaklingum undanfarnar vikur. Vísir/Arnar Undanfarnar vikur hefur orðið mikil fjölgun Covid smitaðra hér á landi. Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að grípa þurfi til aðgerða en hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu vegna Covid í haust Ísland er ekki sér á báti hvað varðar fjölgun Covid-smitaðra undanfarið því sama er að gerast í löndunum í kring að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Einkenni veikindanna séu svipuð og áður. „Við höfum ekki séð nein merki um meiri veikindi, það er að segja, fleiri innlagnir eða alvarleika,“ segir Guðrún. Litlar líkur á aðgerðum Ekki séu miklar líkur á því að grípa þurfi til aðgerða. „Við ætlum að hvetja til að eldra fólk og áhættuhópar þiggi bólusetningu núna í haust en annars finnst mér ekki líklegt að það verði neinar aðrar aðgerðir.“ Fólk smitist nú af mismunandi afbrigðum Ómíkron sem séu fjölmörg. Innlögnum á sjúkrahúsum hafi þó ekki fjölgað vegna Covid. Sýkingar auki álag „Því miður hafa komið upp sýkingar á spítalanum bæði hjá sjúklingum og starfsfólki og það auðvitað eykur álagið og getur valdið fólki meiri erfiðleikum að fá slíkt ofan á aðra sjúkdóma sem það er með fyrir,“ segir Guðrún og bætir við að eldra fólk og áhættuhópar séu mestri hættu á að verða alvarlega veik af völdum Covid. „Það er þannig að því eldri sem þú ert því meiri er hættan á að verða alvarlega veikur og síðan er það fólk með undirliggjandi sjúkdóma yfirleitt langvinna sjúkdóma sérstaklega ónæmisbælingu, hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og fleira,“ segir hún jafnframt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Fjölgun Covid-19 smitaðra Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 15. ágúst 2023 11:51 Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. 11. júlí 2023 08:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ísland er ekki sér á báti hvað varðar fjölgun Covid-smitaðra undanfarið því sama er að gerast í löndunum í kring að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Einkenni veikindanna séu svipuð og áður. „Við höfum ekki séð nein merki um meiri veikindi, það er að segja, fleiri innlagnir eða alvarleika,“ segir Guðrún. Litlar líkur á aðgerðum Ekki séu miklar líkur á því að grípa þurfi til aðgerða. „Við ætlum að hvetja til að eldra fólk og áhættuhópar þiggi bólusetningu núna í haust en annars finnst mér ekki líklegt að það verði neinar aðrar aðgerðir.“ Fólk smitist nú af mismunandi afbrigðum Ómíkron sem séu fjölmörg. Innlögnum á sjúkrahúsum hafi þó ekki fjölgað vegna Covid. Sýkingar auki álag „Því miður hafa komið upp sýkingar á spítalanum bæði hjá sjúklingum og starfsfólki og það auðvitað eykur álagið og getur valdið fólki meiri erfiðleikum að fá slíkt ofan á aðra sjúkdóma sem það er með fyrir,“ segir Guðrún og bætir við að eldra fólk og áhættuhópar séu mestri hættu á að verða alvarlega veik af völdum Covid. „Það er þannig að því eldri sem þú ert því meiri er hættan á að verða alvarlega veikur og síðan er það fólk með undirliggjandi sjúkdóma yfirleitt langvinna sjúkdóma sérstaklega ónæmisbælingu, hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og fleira,“ segir hún jafnframt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Fjölgun Covid-19 smitaðra Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 15. ágúst 2023 11:51 Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. 11. júlí 2023 08:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjölgun Covid-19 smitaðra Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 15. ágúst 2023 11:51
Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. 11. júlí 2023 08:20