Saga fyrrverandi hvalskurðarmanns Kolbeinn Arnbjörnsson skrifar 27. ágúst 2023 14:00 Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar