Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 21:31 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann. Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira