Grínistinn sem sagði Íslendinga opnari fyrir gríni en Danir er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2023 23:10 Eddie Skoller og Jeanne Grønbæk á ráðstefnu árið 2012. Martin von Haller Groenbaek - CC BY 2.0 Danski grínistinn og tónlistarmaðurinn Eddie Skoller er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði glímt við langvarandi veikindi og lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gær, umvafinn fjölskyldu. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson. Andlát Danmörk Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson.
Andlát Danmörk Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira