Grínistinn sem sagði Íslendinga opnari fyrir gríni en Danir er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2023 23:10 Eddie Skoller og Jeanne Grønbæk á ráðstefnu árið 2012. Martin von Haller Groenbaek - CC BY 2.0 Danski grínistinn og tónlistarmaðurinn Eddie Skoller er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði glímt við langvarandi veikindi og lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gær, umvafinn fjölskyldu. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson. Andlát Danmörk Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira
Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson.
Andlát Danmörk Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira