Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Í frétt blaðsins er haft eftir Steindóri R. Haraldssyni, öðrum varaforseta kirkjuþings, að kominn sé tími til að lægja öldur innan kirkjunnar.
„Staðreyndin er sú að allt þetta havarí sem varð um daginn út af ráðningarsamningi biskups... biskup sjálfur á engan þátt í því. Það er bara reglukerfið, hún býr það ekki til,“ segir hann.
Umrætt „havarí“ sem Steindór vísar til varðar spurningar sem varpað hefur verið fram um stöðu biskups í kjölfar breytinga á starfinu; biskup er nú starfsmaður þjóðkirkjunnar en ekki embættismaður.
Steindór segir fullan vilja innan kirkjunnar til að greiða úr málum. Prestar séu vinir í raun og góðir tímar fram undan. Svo sé að sjá hvernig þjóðkirkjunni muni reiða af í nútímasamfélagi.
„Það er alveg ljóst að á henni verða breytingar,“ segir hann.