„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2023 09:02 Vilhjálmur Árnason segir grundvöllur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins vera algerlega brostinn. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira