Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2023 15:23 Hæstiréttur Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Málið sem dómurinn varðar átti sér stað í nóvember 2019. Finnur var ákærður fyrir að nauðga konu, hrinda henni á rúm og halda henni fastri, halda fyrir vit hennar svo hún ætti erfitt með andardrátt og slá, bíta og klípa hana mörgum sinnum um allan líkamann. Auk þess fyrir að hafa stungið nokkrum fingrum inn í leggöng hennar án samþykkis. Fram hefur komið að Finnur hafi ekki verið yfirheyrður fyrr en sjö mánuðum eftir atvikið og hálfu ári eftir að kæra var lögð fram. Það þótti þó ekki hafa spillt vörnum hans að mati Landsréttar. Finnur og konan höfðu kynnst á skemmtistað og fóru heim til hans saman, en að sögn hennar breyttist þá hann í fasi og beitti hana umræddu ofbeldi. Hann vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði það geta haft fordæmisgildi um afturköllun samþykkis í nauðgunarmálum, og hélt því fram að ekki hefði reynt á túlkun þess fyrir Hæstarétti með þessum hætti. Jafnframt taldi hann verknaðarlýsinguna í ákærunni ekki nægilega skýra og tók hann fram að samþykki brotaþola hafi legið fyrir við upphaf kynferðismaka þeirra. Hæstiréttur féllst ekki á það og veitti Finni ekki áfrýjunarleyfi. Dómurinn sagði málið ekki hafa verulega almenna þýðingu né þætti verulega mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Málið sem dómurinn varðar átti sér stað í nóvember 2019. Finnur var ákærður fyrir að nauðga konu, hrinda henni á rúm og halda henni fastri, halda fyrir vit hennar svo hún ætti erfitt með andardrátt og slá, bíta og klípa hana mörgum sinnum um allan líkamann. Auk þess fyrir að hafa stungið nokkrum fingrum inn í leggöng hennar án samþykkis. Fram hefur komið að Finnur hafi ekki verið yfirheyrður fyrr en sjö mánuðum eftir atvikið og hálfu ári eftir að kæra var lögð fram. Það þótti þó ekki hafa spillt vörnum hans að mati Landsréttar. Finnur og konan höfðu kynnst á skemmtistað og fóru heim til hans saman, en að sögn hennar breyttist þá hann í fasi og beitti hana umræddu ofbeldi. Hann vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði það geta haft fordæmisgildi um afturköllun samþykkis í nauðgunarmálum, og hélt því fram að ekki hefði reynt á túlkun þess fyrir Hæstarétti með þessum hætti. Jafnframt taldi hann verknaðarlýsinguna í ákærunni ekki nægilega skýra og tók hann fram að samþykki brotaþola hafi legið fyrir við upphaf kynferðismaka þeirra. Hæstiréttur féllst ekki á það og veitti Finni ekki áfrýjunarleyfi. Dómurinn sagði málið ekki hafa verulega almenna þýðingu né þætti verulega mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira