Þrátt fyrir að lagfæringar hefðu verið gerðar fljótlega, varð mikil röskun á flugi frá landinu og fengu íslenskir flugfarþegar að finna fyrir því fram eftir gærdegi.
Flugfélög hafa gefið út tilkynningar um áframhaldandi vandræði og hvetja fólk til að fylgjast vel með komum og brottförum. Easy Jet hefur látið vita af því að einhver flug verði felld niður en á vef Isavia má sjá að ferð til London Luton með félaginu frá Íslandi hefur verið aflýst í dag.
Svo virðist þó sem önnur flug frá Íslandi til Lundúna verði farin samkvæmt áætlun, utan ein ferð Icelandair sem tefst um hálfan annan tíma, samkvæmt flugupplýsingum.
Hundruð flugferða var frestað í gær vegna tölvubilunarinnar og þúsundir urðu strandaglópar víða um heim.