Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:15 Ormurinn sem fjarlægður var úr heila konunnar. AP/Canberra Health Services Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru. Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru.
Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira