Frítími stúdenta er enginn Maggi Snorrason skrifar 29. ágúst 2023 10:00 Jóna er í BS-námi í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka því á tilsettum tíma, þ.e. þremur árum. Hún hefur alltaf búið á Akureyri en flutti á stúdentagarða í Reykjavík meðan á náminu stendur. Hún stundar líkamsrækt og spilar á selló auk þess að mæta reglulega í vísindaferðir og skemmtanir hjá nemendafélaginu sínu. Til að eiga í sig og á, vinnur hún með náminu þar sem námslánin duga naumlega fyrir leigunni. Alla jafna þarf hún bara að standa undir kostnaði á nauðsynjavörum, námsgögnum, tækjum sem hún þarf fyrir skólann, samgöngum og afþreyingu. Tökum nú saman hvernig Jóna þarf að ráðstafa tímanum sínum. Fullt BS-nám eru 30 einingar á misseri og hver eining er 25-30 klst. [1]. Misserið er 14 vikur, þá gerir það 55-65 klst. í námið á viku. Ef miðað er við að 100% vinna séu 40 klst. er Jóna því í 140-160% námi. Hún mætir um þrisvar sinnum á viku í ræktina sem gerir um 5 klst. á viku. Svo æfir hún sig á sellóið flesta daga sem gerir um 5 klst. í viku. Um helgar tekur hún vaktir sem gerir um 12 klst. á viku, þ.e. um 30% starfshlutfall. Athugum að hún er þá í 170% námi og starfi samanlagt ef við miðum við 40 klst. vinnuviku sem 100% starf. Meðaldagurinn hjá henni Jónu gæti því raðast einhvern veginn eins og á kökuritinu hér að neðan og raunverulegur frítími Jónu væri þá inni í liðnum „Annað“. Hér er ekki gert ráð fyrir nokkrum tíma í að elda, borða, þvo þvott, innkaup, læknisferðir, ferðast á milli staða og margt fleira sem fólk þarf að standa í. Varla neinn frítími hjá stúdentum Jóna er vissulega ímynduð en þetta endurspeglar raunveruleika meginþorra stúdenta og þær kröfur sem íslenskt háskólanám krefst af stúdentum sem það sækja. Staða Jónu er ágæt miðað við marga stúdenta en hvað ef Jóna væri á almennum leigumarkaði frekar en á stúdentagörðum? Hvað ef Jóna væri ekki með góða íslenskukunnáttu? Hvað ef eitthvað kæmi upp á í lífi Jónu? Hvað ef Jóna væri ekki á námslánum? Hvað ef Jóna væri einstætt foreldri? Kakan hennar myndi breytast töluvert við eitthvað af þessu og það er raunveruleiki margra stúdenta líka. Til dæmis er um þriðjungur stúdenta á Íslandi einnig foreldrar [2] en svo hátt hlutfall sést sjaldan í öðrum löndum [3]. Þessi staða er ekki algjörlega ómöguleg og jafnvel þótt brottfall úr íslenskum háskólum sé hátt þá tekst mörgum þetta. En hvernig? Sumir stúdentar búa í foreldrahúsum og sleppa við að vinna en fullt nám er þó enn þá um 150% starfshlutfall. Flestir stúdentar fórna hins vegar bara einhverju til þess að búa til frítíma. Jóna gæti til dæmis hætt í sellóinu og að mæta í ræktina. Hún gæti líka sleppt viðburðum og að taka þátt í félagslífinu. Sumir stúdentar bara vaka lengur til að ná að ljúka öllu. Það gefur þó auga leið að skortur á tíma bitnar á náminu. Margir stúdentar geti ekki bara sleppt öðrum skyldum í lífinu. Þeir stúdentar eiga í hættu á að ná ekki öllum sínum námskeiðum (áföngum) og að námið þeirra lengist eða þeir ná námskeiðum naumlega án þess að fá nægilega mikið út úr náminu. Við hljótum að vilja að stúdentar hér á landi geti fullnýtt námið og skilað sér út í samfélagið með verðmæta þekkingu. Þessi staða stúdenta gæti leitt af sér lengri skólagöngu með minni afköstum háskólastigsins. Stúdentar mega hvíla sig Það er sigur fyrir stúdenta, háskólana og samfélagið ef stúdentar fá nægan tíma til þess að sinna náminu. Háskólinn getur lagt fyrir námsefni sem stúdentar hafa möguleika á að sinna og stúdentar eiga meiri möguleika á að klára námið á tilsettum tíma. Hlutfall vinnandi stúdenta er mjög hátt í samanburði við önnur Evrópulönd, þ.e. um 70% og þrír af hverjum fjórum vinnandi stúdentum segjast ekki hafa efni á að vera í námi án þess að vinna [4]. Stúdentar hafa gagnrýnt hvernig kjör Menntasjóðs námsmanna duga ekki til [5] og leiguverð hefur hækkað talsvert. Þarna hefur yfirvöldum brugðist að styðja nægilega við stúdenta og þannig komið í veg fyrir að stúdentar nái að fullnýta námið sitt. Gjarnan eru próf og verkefni sett fyrir um helgar og seint á kvöldin. Þá kemur einnig fyrir að slíkt er sett fyrir með stuttum fyrirvara. Stúdentar verða að geta treyst á að þeir geti ráðstafað almennum frítíma eins og þeim sýnist, en sú er ekki raunin þegar það þykir sjálfsagt að stúdentar sinni náminu utan „hefðbundins vinnutíma“. Þetta getur háskólinn hjálpað við strax með því að afmarka hvenær stúdentar séu skyldugir til að sinna náminu eða að minnsta kosti tryggja að upplýsingar um það komi fram í námskeiðslýsingum. Ef þú ert kennari að lesa þetta þá getur þú til dæmis sleppt því að leggja fyrir próf á laugardögum og hugsað fyrir fram hvort ákveðinn skilafrestur á verkefni myndi þýða aukið álag um helgar og á kvöldin. En ef þú ert mögulega háskólaráðherra þá bið ég þig um að stuðla að bættri fjárhagsstöðu stúdenta svo þeir geti skilað sér með aukna þekkingu og hæfni út í samfélagið. Jóna hér að ofan á að eiga kost á að sinna öllum þeim verkefnum sem kennarar hennar leggja fyrir án þess að þurfa að gefa upp alla hamingju út skólagönguna. Höfundur er í málefnanefnd Röskvu. Heimildir: [1] European Commission. „ECTS Users’ Guide.“ Luxembourg: Publications Office of the European Union, 2015, https://education.ec.europa.eu/sites/default/files/document-library-docs/ects-users-guide_en.pdf, 10. [2] Mennta- og menningarmálaráðuneytið. „Staða íslenskra háskólanema: Aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms niðurstöður Eurostudent VI.“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið, https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2d86daef-4fb1-11e8-942b-005056bc530c, 3. [3] Eurostudent. „Students with children.“ Eurostudent Database, 2020, https://database.eurostudent.eu/drm2020j/?fg=all_students&e=child_dich&Curr=NCU&eust_nr=7&country_list=AT%2CCH%2CCZ%2CDK%2CEE%2CFI%2CFR%2CGE%2CHR%2CHU%2CIE%2CIS%2CIT%2CLT%2CLU%2CMT%2CNL%2CNO%2CPL%2CPT%2CRO%2CSE%2CSI%2CTR. [4] Hauschildt, Gwosć, Schirmer, Cras. „The Social Dimension Of Student Life In The European Higher Education Area In 2019.“ Eurostudent, https://www.eurostudent.eu/download_files/documents/Eurostudent_brochure_WEB.pdf, 14-16. [5] Háskólanám í hættu. Landssamtök íslenskra stúdenta, https://studentar.is/hsklamenntun-httu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Jóna er í BS-námi í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka því á tilsettum tíma, þ.e. þremur árum. Hún hefur alltaf búið á Akureyri en flutti á stúdentagarða í Reykjavík meðan á náminu stendur. Hún stundar líkamsrækt og spilar á selló auk þess að mæta reglulega í vísindaferðir og skemmtanir hjá nemendafélaginu sínu. Til að eiga í sig og á, vinnur hún með náminu þar sem námslánin duga naumlega fyrir leigunni. Alla jafna þarf hún bara að standa undir kostnaði á nauðsynjavörum, námsgögnum, tækjum sem hún þarf fyrir skólann, samgöngum og afþreyingu. Tökum nú saman hvernig Jóna þarf að ráðstafa tímanum sínum. Fullt BS-nám eru 30 einingar á misseri og hver eining er 25-30 klst. [1]. Misserið er 14 vikur, þá gerir það 55-65 klst. í námið á viku. Ef miðað er við að 100% vinna séu 40 klst. er Jóna því í 140-160% námi. Hún mætir um þrisvar sinnum á viku í ræktina sem gerir um 5 klst. á viku. Svo æfir hún sig á sellóið flesta daga sem gerir um 5 klst. í viku. Um helgar tekur hún vaktir sem gerir um 12 klst. á viku, þ.e. um 30% starfshlutfall. Athugum að hún er þá í 170% námi og starfi samanlagt ef við miðum við 40 klst. vinnuviku sem 100% starf. Meðaldagurinn hjá henni Jónu gæti því raðast einhvern veginn eins og á kökuritinu hér að neðan og raunverulegur frítími Jónu væri þá inni í liðnum „Annað“. Hér er ekki gert ráð fyrir nokkrum tíma í að elda, borða, þvo þvott, innkaup, læknisferðir, ferðast á milli staða og margt fleira sem fólk þarf að standa í. Varla neinn frítími hjá stúdentum Jóna er vissulega ímynduð en þetta endurspeglar raunveruleika meginþorra stúdenta og þær kröfur sem íslenskt háskólanám krefst af stúdentum sem það sækja. Staða Jónu er ágæt miðað við marga stúdenta en hvað ef Jóna væri á almennum leigumarkaði frekar en á stúdentagörðum? Hvað ef Jóna væri ekki með góða íslenskukunnáttu? Hvað ef eitthvað kæmi upp á í lífi Jónu? Hvað ef Jóna væri ekki á námslánum? Hvað ef Jóna væri einstætt foreldri? Kakan hennar myndi breytast töluvert við eitthvað af þessu og það er raunveruleiki margra stúdenta líka. Til dæmis er um þriðjungur stúdenta á Íslandi einnig foreldrar [2] en svo hátt hlutfall sést sjaldan í öðrum löndum [3]. Þessi staða er ekki algjörlega ómöguleg og jafnvel þótt brottfall úr íslenskum háskólum sé hátt þá tekst mörgum þetta. En hvernig? Sumir stúdentar búa í foreldrahúsum og sleppa við að vinna en fullt nám er þó enn þá um 150% starfshlutfall. Flestir stúdentar fórna hins vegar bara einhverju til þess að búa til frítíma. Jóna gæti til dæmis hætt í sellóinu og að mæta í ræktina. Hún gæti líka sleppt viðburðum og að taka þátt í félagslífinu. Sumir stúdentar bara vaka lengur til að ná að ljúka öllu. Það gefur þó auga leið að skortur á tíma bitnar á náminu. Margir stúdentar geti ekki bara sleppt öðrum skyldum í lífinu. Þeir stúdentar eiga í hættu á að ná ekki öllum sínum námskeiðum (áföngum) og að námið þeirra lengist eða þeir ná námskeiðum naumlega án þess að fá nægilega mikið út úr náminu. Við hljótum að vilja að stúdentar hér á landi geti fullnýtt námið og skilað sér út í samfélagið með verðmæta þekkingu. Þessi staða stúdenta gæti leitt af sér lengri skólagöngu með minni afköstum háskólastigsins. Stúdentar mega hvíla sig Það er sigur fyrir stúdenta, háskólana og samfélagið ef stúdentar fá nægan tíma til þess að sinna náminu. Háskólinn getur lagt fyrir námsefni sem stúdentar hafa möguleika á að sinna og stúdentar eiga meiri möguleika á að klára námið á tilsettum tíma. Hlutfall vinnandi stúdenta er mjög hátt í samanburði við önnur Evrópulönd, þ.e. um 70% og þrír af hverjum fjórum vinnandi stúdentum segjast ekki hafa efni á að vera í námi án þess að vinna [4]. Stúdentar hafa gagnrýnt hvernig kjör Menntasjóðs námsmanna duga ekki til [5] og leiguverð hefur hækkað talsvert. Þarna hefur yfirvöldum brugðist að styðja nægilega við stúdenta og þannig komið í veg fyrir að stúdentar nái að fullnýta námið sitt. Gjarnan eru próf og verkefni sett fyrir um helgar og seint á kvöldin. Þá kemur einnig fyrir að slíkt er sett fyrir með stuttum fyrirvara. Stúdentar verða að geta treyst á að þeir geti ráðstafað almennum frítíma eins og þeim sýnist, en sú er ekki raunin þegar það þykir sjálfsagt að stúdentar sinni náminu utan „hefðbundins vinnutíma“. Þetta getur háskólinn hjálpað við strax með því að afmarka hvenær stúdentar séu skyldugir til að sinna náminu eða að minnsta kosti tryggja að upplýsingar um það komi fram í námskeiðslýsingum. Ef þú ert kennari að lesa þetta þá getur þú til dæmis sleppt því að leggja fyrir próf á laugardögum og hugsað fyrir fram hvort ákveðinn skilafrestur á verkefni myndi þýða aukið álag um helgar og á kvöldin. En ef þú ert mögulega háskólaráðherra þá bið ég þig um að stuðla að bættri fjárhagsstöðu stúdenta svo þeir geti skilað sér með aukna þekkingu og hæfni út í samfélagið. Jóna hér að ofan á að eiga kost á að sinna öllum þeim verkefnum sem kennarar hennar leggja fyrir án þess að þurfa að gefa upp alla hamingju út skólagönguna. Höfundur er í málefnanefnd Röskvu. Heimildir: [1] European Commission. „ECTS Users’ Guide.“ Luxembourg: Publications Office of the European Union, 2015, https://education.ec.europa.eu/sites/default/files/document-library-docs/ects-users-guide_en.pdf, 10. [2] Mennta- og menningarmálaráðuneytið. „Staða íslenskra háskólanema: Aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms niðurstöður Eurostudent VI.“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið, https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2d86daef-4fb1-11e8-942b-005056bc530c, 3. [3] Eurostudent. „Students with children.“ Eurostudent Database, 2020, https://database.eurostudent.eu/drm2020j/?fg=all_students&e=child_dich&Curr=NCU&eust_nr=7&country_list=AT%2CCH%2CCZ%2CDK%2CEE%2CFI%2CFR%2CGE%2CHR%2CHU%2CIE%2CIS%2CIT%2CLT%2CLU%2CMT%2CNL%2CNO%2CPL%2CPT%2CRO%2CSE%2CSI%2CTR. [4] Hauschildt, Gwosć, Schirmer, Cras. „The Social Dimension Of Student Life In The European Higher Education Area In 2019.“ Eurostudent, https://www.eurostudent.eu/download_files/documents/Eurostudent_brochure_WEB.pdf, 14-16. [5] Háskólanám í hættu. Landssamtök íslenskra stúdenta, https://studentar.is/hsklamenntun-httu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun