Skoðun

Hval­veiðar, fyrir hvern?

Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar

Þegar eitthvað er svo hrópandi rangt fyrir framan mig, finn ég mig knúna til að setjast niður og skrifa nokkrar línur.

Það svíður í hjartað hvað við erum komin langt af leið þegar kemur að siðferðilegu réttmæti í garð náttúrunnar.

Hver er réttur náttúrunnar og hvenær þurfum við að setja siðferðilegt réttmæti ofar pólitík og peningum.

Það er nú orðið ljóst að hvalveiðar skila ekki hagnaði fyrir íslenskt þjóðarbú (þvert á móti tapi).

Pólitík ræður ríkjum um þessa ákvörðun og hagsmunaaðilar vilja hengja ráðherra sem bannar eina fyrirtækinu á landinu að halda starfseminni gangandi. Starfsemi sem gengur út á að elta uppi þessar mikilvægu skepnur hafsins og pynta í löngu dauðastríði.

Hagnaður er enginn og lítill áhugi fyrir kjötinu af þeim. Hvalir vernda og viðhalda sjávarlífkerfinu.

Þeir eru mikilvægur hlekkur lífsins á jörðinni.

Höfundur er hjúkrunarfræðingur og náttúruunnandi.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×