Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 19:01 Svandís Svavarsdóttir leggur til að veiðigjöld verði hækkuð, því mótmælir Heiðrún Lind Marteinsdóttir talsmaður SFS. Örvar Marteinsson talsmaður smærri sjávarútvegsfyrirtækja er ósáttur í heild við tillögur ráðherrans. Vísir Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar. Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar.
Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira