„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 21:01 Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, harmar gagnrýni á fyrirtækið. Vísir/Einar Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“ Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“
Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira