Erlent

Fellibylurinn Idalia ógnar íbúum Flórída

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúum í rúmlega tuttugu sýslum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og leita skjóls á öruggari svæðum. 
Íbúum í rúmlega tuttugu sýslum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og leita skjóls á öruggari svæðum.  AP Photo/Daniel Kozin

Íbúar Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir að fellibylurinn Idalia nái að strönd ríkisins.

Veðurfræðingar búast við að þá verði hann kominn í styrkleikaflokk fjögur en eins og er mælist hann á þriðja stigi. Fólki í rúmlega tuttugu sýslum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og segir Ron DeSantis ríkisstjóri að tíminn til að forða sér sé að renna út.

Óttast er að stormurinn leiði til þess að yfirborð sjávar hækki skyndilega um fjóra og hálfan metra á strandsvæðum. Idalia hefur þegar gert íbúum á Kúbu lífið leitt en síðan þá hefur hún sífellt sótt í sig veðrið.

Búist er við að óveðrið nái landi eftir nokkrar klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×