Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:16 Skaftá séð úr flugvél Ragnars Axelssonar fyrir hádegi í dag. Vísir/RAX Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu. Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu.
Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55