Hermenn handtóku forseta Gabon Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 12:14 Hermenn tilkynntu í morgun að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu og snúa úrslitum nýlegra kosninga. AP/Gabon 24 Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023 Gabon Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023
Gabon Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent