Veiðimenn hissa á vanþekkingu SFS á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2023 13:21 Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun