Lífið

Margrét Lára og Einar eignuðust stúlku: „Stjarnan okkar skærasta“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fjölskyldan á góðri stundu í Vestmannaeyjum.
Fjölskyldan á góðri stundu í Vestmannaeyjum. Margrét Lára.

Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur, knattspyrnusérfræðingur og fyrrverandi landsliðskona og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrverandi handboltamaður eignuðust dóttur 26. ágúst síðastliðinn. 

Margrét Lára deilir gleðifregnunum í færslu á samfélagsmiðlum.

„26.08.23 mætti stjarnan okkar skærasta. Við erum ótrúlega hamingjusöm með þessa mjög svo velkomnu viðbót í okkar geggjaða lið. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir barnalánið okkar, við erum svo sannarlega rík. Keppnin um hver er besti stóri bróðirinn er formlega hafin og tekin alla leið, þannig að lillan okkar verður í góðum höndum alla tíð,“ skrifar Margrét Lára við færsluna ásamt því að deila myndum á stúlkunni.

Margrét Lára á sem flestir vita glæstan knattspyrnuferil að baki sem lykilleikmaður íslenska kvennalandsliðsins, atvinnumaður erlendis og hér heima með ÍBV og síðar Val. Hún lagði skóna á hilluna árið 2019.

Margrét Lára og Einar gengu í heilagt hjónaband í Vestmannaeyjum árið 2020, þaðan sem hún á ættir að rekja. Stúlkan er þeirra fjórða barn en fyrir eiga þau þrjá drengi. Ljóst er að nóg verður um að vera á fjölmennu heimili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.