Segir Bild frá því að forráðamenn þýska félagsins hafi verið með augun á íslenska framherjanum yfir lengri tíma og er horft á hann sem fullkominn kandídat til þess að ganga til liðs við leikmannahóp félagsins.
Sveinn Aron, sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, hefur verið á mála hjá Elfsborg síðan sumarið 2021 en hann gekk til liðs við félagið frá Spezia á Ítalíu.
Þessi 25 ára gamli leikmaður á að baki 69 leiki fyrir aðallið Elfsborg og hefur í þeim leikjum skorað átján mörk og gefið tvær stoðsendingar.