Innherji

Al­vot­ech með nýja um­sókn til FDA um markaðs­leyfi fyrir sitt stærsta lyf

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech, segir að félagið kappkosti enn að því að tryggja markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira í háum styrk.
Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech, segir að félagið kappkosti enn að því að tryggja markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira í háum styrk.

Verulegur samdráttur varð í sölutekjum Alvotech á öðrum fjórðungi ársins, sem námu um sjö milljónum Bandaríkjadala, borið saman við tekjur fyrsta ársfjórðungs en íslenska líftæknilyfjafélagið hætti meðal annars samstarfi sínu við STADA á tímabilinu. Alvotech hefur skilað inn endurnýjaðri umsókn til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta hliðstæðulyf sem það væntir að verði komið á markað vestanhafs í ársbyrjun 2024.


Tengdar fréttir

Von á tals­verðu inn­flæði fjármagns með upp­færslu Al­vot­ech í vísi­tölur FTSE

Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech, verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði skarpt fyrir lokun markaða í gær en búast má við talsverðu fjármagnsinnflæði frá erlendum vísitölusjóðum þegar félagið bætist í hóp þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa tilheyrt sömu vísitölum frá því í fyrra.

Hluta­bréfa­sjóðir halda stöðu sinni þrátt fyrir verð­fall Al­vot­ech

Þrátt fyrir talsverða lækkun á gengi bréfa Alvotech frá því um miðjan aprílmánuð er stór hluti umsvifamestu hlutabréfasjóða landsins enn með íslenska líftæknilyfjafyrirtækið sem sína stærstu eign. Hlutabréfasjóðurinn Akta Stokkur, sem hefur minnkað nokkuð að stærð samhliða verðlækkunum á mörkuðum og innlausnum frá sjóðsfélögum, hefur veðjað hlutfallslega mest á Alvotech og er með nálægt 30 prósentum af eignum sjóðsins bundið í bréfum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×