Greinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir lélega upplýsingagjöf við sekt FME

Hlutabréfagreinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir að hafa ekki upplýst markaðinn fyrr hve alvarlegum augum Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) leit brot bankans í tengslum við sölu á eigin bréfum. Þá hefði Jakobsson Capital lagt aukið álag á ávöxtunarkröfu Íslandsbanka – sem stuðlar að lægra verðmati – við upphaf árs.
Tengdar fréttir

Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir
Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið.