„Svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 17:12 Ólíkir heimar mættust í húsinu á Hverfisgötu sem hýsti bæði athvarf Framsóknarflokksins og skemmtistaðarins Miami. vísir/vilhelm Hús Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 hefur verið skráð á ný til sölu. Húsið, sem er í meirihlutaeigu flokksins, hefur verið falt í rúm fjögur ár. Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum. Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum.
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira