Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu tólf.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu tólf.

Hvalveiðar, uppsagnir flugmanna hjá Play, metsekt Samskipa og hnífaofbeldi meðal barna verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um varanlegt bann gegn hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa veiðarnar fram að áramótum hafa komið sér á óvart.

Fjórtán flugmenn Play munu hefja störf hjá Icelandair á næstunni, þrátt fyrir að þeim hafi verið boðin veruleg launahækkun. Alls staðar í heiminum er barist um starfskrafta flugmanna.

Samskip fordæma 4,2 milljarða króna metsekt sem Samkeppniseftirlitið hefur lagt á félagið og hyggjast kæra ákvörðunina.

Stjórnendur í Kópavogsbæ hafa áhyggjur af auknum hnífaburði ungmenna í skólum. Foreldrar eru hvattir til að ræða við börn sín.

Breiðablik varð í gær fyrsta íslenska karlaliðið í sögunni til að komast í riðlakeppni í Evrópu. Dregið verður í riðla í dag. Við verðum í beinni frá Kópavogi.

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins en veðurstofa spáir suðaustan stormi og rigningu í kvöld og fram á morgun.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×