Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 14:23 „Hún trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ segir Elon Musk um dóttur sína. Mynd/EPA Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira