Sheffield United og Everton skiptu fyrstu stigunum á milli sín

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Abdoulaye Doucoure skoraði fyrra mark Everton í dag.
Abdoulaye Doucoure skoraði fyrra mark Everton í dag. Naomi Baker/Getty Images

Það voru gestirnir í Everton sem byrjuðu betur og Abdoulaye Doucoure kom liðinu yfir strax á 14. mínútu, en Cameron Archer svaraði fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Oliver McBurnie tæpum tuttugu mínútum síðar.

Archer var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar skot hans fyrir utan vítateig hafnaði í stönginni og fór þaðan í bakið á Jordan Pickford, markverði Everton, og í netið. Staðan orðin 2-1, Sheffield United í vil, og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks.

Gestirnir mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og það skilaði sér á 55. mínútu þegar Arnaut Danjuma kom boltanum í netið eftir undirbúning Nathan Patterson.

Það reyndist hins vegar síðasta mark leiksins og leiknum lauk því með 2-2 jafntefli og liðin taka því sitt stigið hvort með sér heim.

Eins og áður segir voru bæði lið að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu og sitja þau í 16. og 18. sæti deildarinnar eftir fjóra leiki. Sheffield United situr ofar, enda er liðið með betri markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira