Skógareldarnir á Tenerife í rénun Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. september 2023 15:08 Skógareldarnir á Tenerife hófust þann 16. ágúst en 9 dagar liðu áður en náðist að hemja þá. AP Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár. Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir. Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir.
Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira