Sainz á ráspól í ítalska kappakstrinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 15:31 Carlos Sainz verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á morgun. Vísir/Getty Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar ljósin slökkna og farið verður af stað í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar. Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, voru eðlilega með stuðning áhorfenda á bakvið sig, enda er ítalski kappaksturinn heimavöllur Ferrari. Lokahluti tímatökunnar var æsispennandi þar sem Sainz, Leclerc og Verstappen börðust um ráspólinn fram á síðasta hring. Leclerc kláraði sinn síðasta hring fyrstur á tímanum 1:20,361, en Verstappen kom stuttu síðar og bætti tíman um 0,054 sekúndur og hirti ráspólinn af Leclerc. Sainz átti þó síðasta orðið þegar hann kom í mark á tímanum 1:20,294, aðeins 0,014 sekúndum hraðari en Verstappen, og tryggði sér ráspólinn. Verstappen verður því á milli Ferrari-mannana tveggja þegar farið verður af stað á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir fimmti. CARLOS SAINZ IS ON POLE IN MONZA!!!! 🙌🇮🇹The Tifosi go wild as @CarlosSainz55 puts it on pole on home soil for @ScuderiaFerrari!! 💚🤍❤️#ItalianGP #F1 pic.twitter.com/tsLBq1JYJi— Formula 1 (@F1) September 2, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, voru eðlilega með stuðning áhorfenda á bakvið sig, enda er ítalski kappaksturinn heimavöllur Ferrari. Lokahluti tímatökunnar var æsispennandi þar sem Sainz, Leclerc og Verstappen börðust um ráspólinn fram á síðasta hring. Leclerc kláraði sinn síðasta hring fyrstur á tímanum 1:20,361, en Verstappen kom stuttu síðar og bætti tíman um 0,054 sekúndur og hirti ráspólinn af Leclerc. Sainz átti þó síðasta orðið þegar hann kom í mark á tímanum 1:20,294, aðeins 0,014 sekúndum hraðari en Verstappen, og tryggði sér ráspólinn. Verstappen verður því á milli Ferrari-mannana tveggja þegar farið verður af stað á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir fimmti. CARLOS SAINZ IS ON POLE IN MONZA!!!! 🙌🇮🇹The Tifosi go wild as @CarlosSainz55 puts it on pole on home soil for @ScuderiaFerrari!! 💚🤍❤️#ItalianGP #F1 pic.twitter.com/tsLBq1JYJi— Formula 1 (@F1) September 2, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira