83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2023 20:06 Alpaþyrnir er uppáhalds planta Sigríðar í garðinum, enda einstaklega falleg planta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum. Garðurinn við Sunnuveg 16 er í eigu hjónanna Guðmundar Halldórssonar og Sigríðar Tómasdóttur en hún á þó meira og minna allan heiðurinn af garðinum enda með einstaka græna fingur. Sigríður fær oft gesti í heimsókn til sín og nýtur þá þess að ganga um garðinn með fólki og sýna því plönturnar, segja frá þeim og svara allskonar spurningum. Hjónin hafa búið á Sunnuveginum nánast alla sína búskapartíð. „Það var byrjað á garðinum ekki alveg strax en nokkuð fljótt að setja niður nokkrar plöntur og svo bara jóx það alltaf meira og meira og í dag er það þetta en ég er hætt að stækka beðin, það er liðin tíð,” segir Sigríður. Sigríður fær mikið af gestum í heimsókn í garðinn og hefur alltaf jafn gaman að því að segja frá honum og plöntunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvers konar plöntur eru þetta aðallega? „Allt fjölærar og úrvalsplöntur, það ræðir ekkert um annað. Og það er erfitt að fara í blómabúðirnar hjá þeim og kaupa sér eitthvað því það er ekki til það sem mig vantar. Ég ætlaði bara að kaupa mér þrjár núna í vor en þær voru ekki til, sama hvar ég leitaði. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er með margar tegundir, ég er steinhætt að reyna að telja,” segir Sigríður hlæjandi. Garðurinn er einstaklega fallegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er skemmtilegast við garðyrkjuna? „Það er útiveran og hreyfingin við þetta og að sjá það allt dafna og hvað þetta verður fallegt og flott, það er meiriháttar.” Sigríður umvafinn nokkrum kátum og hressum körlum á Selfoss, sem skoðuðu nýlega garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Garðyrkja Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Garðurinn við Sunnuveg 16 er í eigu hjónanna Guðmundar Halldórssonar og Sigríðar Tómasdóttur en hún á þó meira og minna allan heiðurinn af garðinum enda með einstaka græna fingur. Sigríður fær oft gesti í heimsókn til sín og nýtur þá þess að ganga um garðinn með fólki og sýna því plönturnar, segja frá þeim og svara allskonar spurningum. Hjónin hafa búið á Sunnuveginum nánast alla sína búskapartíð. „Það var byrjað á garðinum ekki alveg strax en nokkuð fljótt að setja niður nokkrar plöntur og svo bara jóx það alltaf meira og meira og í dag er það þetta en ég er hætt að stækka beðin, það er liðin tíð,” segir Sigríður. Sigríður fær mikið af gestum í heimsókn í garðinn og hefur alltaf jafn gaman að því að segja frá honum og plöntunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvers konar plöntur eru þetta aðallega? „Allt fjölærar og úrvalsplöntur, það ræðir ekkert um annað. Og það er erfitt að fara í blómabúðirnar hjá þeim og kaupa sér eitthvað því það er ekki til það sem mig vantar. Ég ætlaði bara að kaupa mér þrjár núna í vor en þær voru ekki til, sama hvar ég leitaði. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er með margar tegundir, ég er steinhætt að reyna að telja,” segir Sigríður hlæjandi. Garðurinn er einstaklega fallegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er skemmtilegast við garðyrkjuna? „Það er útiveran og hreyfingin við þetta og að sjá það allt dafna og hvað þetta verður fallegt og flott, það er meiriháttar.” Sigríður umvafinn nokkrum kátum og hressum körlum á Selfoss, sem skoðuðu nýlega garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Garðyrkja Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira