Akta tapar 50 milljónum samtímis því að eignir í stýringu minnka um fimmtung

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með tæplega 50 milljóna króna tapi á fyrri árshelmingi en eignir í stýringu minnkuðu um liðlega fimmtung samhliða erfiðum aðstæðum á mörkuðum og áframahaldandi innlausnum fjárfesta í helstu fjárfestingasjóðum í rekstri fyrirtækisins. Kaup Akta sjóða á eigin bréfum á tímabilinu verðmeta félagið á liðlega einn og hálfan milljarð króna.
Tengdar fréttir

Íslenskir vogunarsjóðir í varnarbaráttu á ári þar sem svartsýni réð ríkjum
Íslenskir vogunarsjóðir fóru ekki varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum 2022 þegar fjárfestar höfðu í fá skjól að leita og bæði skuldabréf og hlutabréf féllu í verði. Gengi allra sjóðanna, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, gaf talsvert eftir, einkum sem fjárfestu í hlutabréfum, og þeir sem skiluðu lökustu ávöxtuninni lækkuðu um vel yfir 20 prósent, samkvæmt úttekt Innherja.

Sjóðstjórar í ólgusjó þegar þeim var reitt þungt högg við verðhrun Alvotech
Íslenskir hlutabréfasjóðir hafa orðið fyrir þungu höggi eftir að gengi Alvotech, sem þar til fyrir skemmstu var verðmætasta fyrirtækið á markaði, hefur fallið um 36 prósent á aðeins sjö viðskiptadögum. Sjóðir Akta, einkum vogunarsjóðir í stýringu félagsins, höfðu meðal annars byggt upp verulega stöðu á skömmum tíma sem nam vel yfir fimm milljörðum króna daginn áður en tilkynnt var um að FDA myndi ekki veita Alvotech markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf að svo stöddu. Greining Innherja á umfangi innlendra fjárfesta og sjóða í hluthafahópi Alvotech leiðir meðal annars í ljós að skuldsetning að baki hlutabréfastöðum í félaginu virðist hafa verið fremur hófleg.

Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta
Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta.